?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

ris
Ris er áhersluatkvæði í braglið eða braglínu.

Í fornum skáldskap norrænum réðst gerð braglínu af fjölda risa í línunni og reyndar einnig skipan þeirra innbyrðis. En tæpast er unnt að ræða um bragliði í nútímaskilningi fyrr en eftir hljóðdvalarbreytingu. Segja má þó að í venjulegum dróttkvæðum hætti hafi braglína alltaf endað á réttum tvílið (tróka) þar sem þriðja ris var alltaf langt atkvæði og aðeins eitt áherslulaust atkvæði (hnig) á eftir því.

Ris er táknað með - (bandstriki) í bókstafaframsetningu. (Sjá einnig: hnig.)

Í kveðskap síðari alda er oftast aðeins eitt ris í braglið, og er það jafnframt kjarni hans.

Bein vísun á þessa flettu: wiki.php?w=ris