?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

1hending
Hendingar eru ris (áhersluatkvæði) sem ríma saman í sömu braglínu (langsetis). Þær myndast ýmist með Slíkar hendingar koma fyrst fyrir í dróttkvæðum og er skipan aðalhendinga og skothendinga nokkuð á reiki í elsta kveðskap af því tagi. Síðar varð það nánast regla að skothending var í oddalínum en aðalhending í þeim jöfnu.
2hending
Hending er einstakur rímliður. Er þá sagt að rímliðurinn sé hending á móti samsvarandi rímlið hvort heldur sem rímið er langsetis eða þversetis. Orð eins og víxlhent og samhent lýsa innbyrðis stöðu hendinga.
3hending
Hending getur verið samheiti við braglínu, sem jafnfram kallast ljóðlína, lína og vísuorð. Sú merking kom upp á seinni öldum.
4hending
Hending (henda) getur merkt vísa eða erindi. Er þessi merking ýmist leidd af hendingu í merkingunni rímliður eða í merkingunni braglína.

Hending (henda) í þessari merkingu er oftast skeytt aftan við orðstofn sem kveður nánar á um bragarhátt vísu eða erindis. Dæmi: samhenda, ferhenda, þríhenda o.s.frv.

Bein vísun á þessa flettu: wiki.php?w=hending