?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Ljúga, stela, myrða menn

Lausavísa:Ljúga, stela, myrða menn,
meiða vesalinga.
Þessu tryði ég öllu enn
upp á Húnvetninga.
Flokkur:Kersknisvísur
Nánar um heim.:Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd (f. 1945) lærði vísu þessa á unglingsárum.
Inngangsorð og skýringar:
Jón Bendiktsson Höfnum (frá Aðalbóli) svaraði:
Þótt þú trúir illu enn
upp á Húnvetninga
finnurðu aldrei meiri menn
meðal Þingeyinga.
Höskuldur var þingeyskur þó hann byggi í Borgarfirði og væri kenndur við Vatnshorn í Skorradal.

Loki Laufeyjarson, sem segist vera Húnvetningur sendi þættinum þessa vísu:
Þingeyinga æ og sí
angra mun og þvinga
að aldrei fá þeir fetað í
fóstspor Húnvetninga.
Lausavísur höfundar – Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni í Skorradal
Fyrsta lína:Ljúga, stela, myrða menn,
Sýna 25 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni í Skorradal
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund