?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Séð hef ég Apal fáka fremst

Lausavísa:Séð hef ég Apal fáka fremst
frísa, gapa, iða.
Ef að skapið í hann kemst
er sem hrapi skriða.
Flokkur:Hestavísur
Bls.:170–171
Tildrög:Apall hét einn reiðhestur Páls á Hjálmsstöðum og segir Páll svo frá honum: "Apall var traustur hestur, steingrár með dökkt í tagli og faxi og svarta hófa. Hann var þrekmikill skaphestur. Oft varð Apall fyrir valinu þegar ég þurfti góðan reiðskjóta og hvort sem ég fór hægt eða hratt yfir. Í fjallaferðum, réttaferðum, lestaferðum og síðast en ekki síst í rjúpnaferðum til Reykjavíkur dugði Apall alltaf best. Hann brást aldrei, hvernig svo sem annað veltist í ferðum mínum. Ef eitthvað gekk erfiðlega, var eins og Apall reiddist. Sýndi hann þá oft knáleg tilþrif. Eitt sinn við slíkt tækifæri kvað ég um hann."
Lausavísur höfundar – Páll Guðmundsson, Hjálmsstöðum
Fyrsta lína:Aberdeen af granít gjörð
Fyrsta lína:Áttræður kall er öskufall,
Fyrsta lína:Hefur eina og hßlfa ÷ld
Flokkar:SamstŠ­ur
Fyrsta lína:LÝ­ur tÝ­, en fj÷llin frÝ­
Flokkar:SamstŠ­ur
Fyrsta lína:Magnús greiður töng og tól
Fyrsta lína:SÚ­ hef Úg Apal fßka fremst
Flokkar:HestavÝsur
Fyrsta lína:Sˇlarbaugur bjartur hlŠr,
Sýna 2 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Páll Guðmundsson, Hjálmsstöðum
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund