Strengleit er ólík leitaraðferð Google og annarra helstu leitarvéla.
Kannað er hvort strengurinn er hluti af einhverjum kveðskap eða höfundarlýsingu í safninu. Leitarstrengurinn nýta skilar því textum sem innihalda orðin nýta, nýtar, ónýta og snýta. Hins vegar finnast ekki textar sem innihalda beyginarmyndir á borð við nýtum eða nýtti. Séu slegin inn tvö orð er litið á þau og bilið á mili þeirra sem eina einingu. Fljúga hvítu finnur því aðeins texta þar sem þessi tvö orð standa saman. Algildistáknin * og ? eru ekki notuð. Rökvirkjarnir AND, OR og NOT, eru ekki notaðir. Séríslenskir stafir eru ekki jafngildir örðum rittáknum. Leit að orðinu gata finnur því ekki orðið gáta og öfugt. Hástafir og lágstafir skipta ekki máli. Leit að orðinu orð skilar líka ritmyndunum Orð og ORÐ.
Allir flokkar (1782)
Óflokkað (643)
Afmælisvísur (6)
Auður og örbirgð (1)
Ákvæðavísur (8)
Árstíðavísur (10)
Ástavísur (29)
Bátavísur (3)
Bílavísur (1)
Bændavísur (2)
Bölmóðsvísur (27)
Daglegt amstur (2)
Draumvísur (8)
Drykkjuvísur (28)
Eftirmæli (14)
Ellivísur (5)
Ferðavísur (3)
Fjarstæður (2)
Formannavísur (1)
Fornar lausavísur (32)
Gamanvísur (81)
Gangnavísa (2)
Háðvísur (10)
Háttatalsvísur (452)
Heillaóskir (17)
Heilræðavísur (6)
Heimslystarvísur (5)
Hestavísur (26)
Kersknisvísur (33)
Klámvísur (4)
Landslag og örnefni (63)
Lífsspeki (71)
Mannlýsingar (5)
Minnisvísur (13)
Nafnavísur (2)
Náttúruvísur (9)
Níðvísur (6)
Pólitískar vísur (1)
Saknaðarvísur (2)
Samkveðlingar (5)
Samstæður (58)
Sjóferðavísur (5)
Spássíuvísur (14)
Svarvísur (14)
Tíðavísur (1)
Trúarvísur (1)
Veðurvísur (55)
Vísnagátur (7)
Vísur úr kvæðum (9)
Vísur úr rímum (5)
Vögguvísur (4)
Þingvísur (5)
Þjóðvísur (1)
Öfugmælavísur (2)
Aldrei sofna eg sætan blundLausavísa:Aldrei sofna eg sætan blund
svo mig ekki dreymi að litli Rauður litla stund lifi í þessum heimi. Höfundur:Páll Ólafsson
Flokkur:Hestavísur
Heimild:Páll Ólafsson: Kvæði. Fyrra bindi. (Sigurborg Hilmarsdóttir gaf út). Skuggsjá. Hafnarfirði 1984
Bls.:162
Lausavísur höfundar – Páll Ólafsson
Fyrsta lína:Að heyra útmálun helvítis
![]()
hroll að Páli setur.
Eg er á nálum öldungis um mitt sálartetur.
Fyrsta lína:Að launa hvað þú laugst á mig
![]()
Loðmfirðingarógur,
hrykki ekki að hýða þig Hallormsstaðaskógur.
Fyrsta lína:Aldrei skal eg elska neina auðartróðu
![]()
aðra en þig á þessu láði,
það er að segja að nokkru ráði. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Aldrei sofna eg sætan blund
![]()
svo mig ekki dreymi
að litli Rauður litla stund lifi í þessum heimi. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:Eftir látinn mig ég met
![]()
mér það helst að kosti;
á mér hægra augað grét, er hið vinstra brosti.
Fyrsta lína:Eg hef selt hann yngra Rauð
![]()
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:Ekki tala málið mælt
![]()
má við svanna ungan
þá er eins og stálið stælt strax í henni tungan.
Fyrsta lína:Ellin hallar öllum leik,
![]()
ættum varla að státa.
Hún mun alla, eins og Bleik, eitt sinn falla láta.
Fyrsta lína:Ég kann ei við að kalla hann Popp.
![]()
Klerkurinn ætti að skíra hann
upp úr heitum keytukopp og kalla hann heldur sykurtopp. Flokkar:Kersknisvísur
Fyrsta lína:Ég vildi eg fengi að vera strá
![]()
og visna í skónum þínum
því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Flatbrauðið hérna er fjandans tað
![]()
þó fjöldi manns á því glæpist.
Ef andskotinn sjálfur æti það eg er viss um hann dræpist.
Fyrsta lína:Harla nett hún teygði tá,
![]()
tifaði létt um grundir.
Fallega spretti þreif hún þá þegar slétt var undir. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:Hér er rifist hvíldarlaust
![]()
svo hófi engu nemur,
vetur, sumar, vor og haust – og verst ef einhver kemur.
Fyrsta lína:Illa mér á ykkur líst,
![]()
eg vil helst hann gamla Pál
því ætíð þá hann að mér snýst er það gert með lífi og sál. Flokkar:Beinakerlingavísur
Fyrsta lína:Ingibjörg á ekkert gott,
![]()
eldhúsverkin hefur.
Skekur, mjólkar, skefur pott, skemmst af öllum sefur. Flokkar:Daglegt amstur
Fyrsta lína:Ingibjörg er aftanbrött
![]()
en íbjúg framan.
Skyldi ekki mega skera hana sundur og skeyta hana saman. Flokkar:Gangnavísa
Fyrsta lína:Kýr er borin, kálfur skorinn,
![]()
kuldasporin úti sjást.
Fjandans horinn, vondu vorin við ég þori ei að kljást.
Fyrsta lína:Ljótur var nú líkaminn
![]()
og lítið á að græða
en aftur sálarandstyggðin afbragðs djöflafæða.
Fyrsta lína:Læt eg fyrir ljósan dag
![]()
ljós um húsið skína,
ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag heldur til að horfa á konu mína. Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Maður breytist,
![]()
mér er þrotin
mærð í elli. Höndin þreytist hníg því lotinn hér að velli.
Fyrsta lína:Rangá fannst mér þykkjuþung,
![]()
þröng mér sýndi dauðans göng,
svangan vildi svelgja lung, söng í hverri jakaspöng. Reyndi eg þó að ríða á sund, raðaði straumur jökum að, beindi eg þeim frá hófahund. Hvað er meiri raun en það. Flokkar:Samstæður
Fyrsta lína:Rauði Jón í saltan sjó
![]()
sagður er nú dottinn.
Þarna fékk þó Fjandinn nóg í fyrsta sinn í pottinn. Ljótur var nú líkaminn og lítið á að græða en aftur sálarandstyggðin afbragðs djöflafæða.
Fyrsta lína:Reyndi eg þó að ríða á sund,
![]()
raðaði straumur jökum að,
beindi eg þeim frá hófahund. Hvað er meiri raun en það. (Sjá Rangá fannst mér þykkjuþung) Flokkar:Samstæður
Fyrsta lína:Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini
![]()
og hlær við sínum hjartans vini,
honum Páli Ólafssyni.
Fyrsta lína:Uppnuminn fyrir ofan garð
![]()
úti og niðri á fönnum
séra Ólafs sonur varð syrgður af heimamönnum.
Fyrsta lína:Við mér hlógu hlíð og grund,
![]()
hvellan spóar sungu.
Enn var þó til yndisstund í henni Hróarstungu.
Fyrsta lína:Það ég sannast segja vil
![]()
um sumra manna kvæði.
Þar sem engin æð er til ekki er von að blæði.
Fyrsta lína:Þegar mín er brostin brá,
![]()
búið Grím að heygja,
Þorsteinn líka fallinn frá ferhendurnar deyja.
Fyrsta lína:Þetta gera eitt ég ætti:
![]()
yrkja kvæði í góðu næði,
tefla og smíða skeifur skafla, skála, teyga dýrar veigar, bækur lesa á máli mjúku, minnast oft við hrundir tvinna, glóðum hrannar gleðja snauða, gestum fagna og ríða hestum. Flokkar:Heimslystarvísur
Fyrsta lína:Þó ég ætti þúsund börn
![]()
með þúsund afbragðskonum
mest ég elska myndi Björn og móðurina að honum.
Fyrsta lína:Þótt ævin líði eins og ský
![]()
sem æstir vindar bera,
hverju finnst mér eilífð í augnabliki vera.
Vísur höfundar í öðrum söfnum:
Fyrsta lína:Að launa hvað þú laugst á mig,
![]()
- landshöfðingjarógur, -
hrykki ei til að hýða þig, Hallormsstaðaskógur.
Fyrsta lína:Aldrei nokkur hefur halur
![]()
hreystilegar varið sig.
Því flöskur eins og fallinn valur fundust kringum dauðan mig.
Fyrsta lína:Ágúst fer til andskotans.
![]()
Yfir þessu hlakka má.
Dropar þessa djöfuls manns drepa hvern sem bragðar þá.
Fyrsta lína:Ágúst fer til englaranns.
![]()
Yfir þessu fagna má.
Dropar þessa dánumanns duga þeim sem bragða þá.
Fyrsta lína:Ágætur var Axel mér
![]()
að hann veitti frestinn.
En Skafti mesta afskúm er. - Undanskil þó prestinn.
Fyrsta lína:Ástin bægir öllu frá
![]()
enda dauðans vetri
af því tíminn er þér hjá eilífðinni betri. Ást hef ég á einni þér á þig skal ég trúa þar til hjartað í mér er orðið moldarhrúga.
Fyrsta lína:Betur fór hann Bósi sór,
![]()
brúkaði stóra vitið.
Gerir minnst ef málið vinnst, þó mannorðið sé skitið.
Fyrsta lína:Byrjar stríð með ári enn
![]()
ævin líður svona.
Einhvers bíða allir menn óska, kvíða og vona.
Fyrsta lína:Daga og nætur rataði rétt,
![]()
rösklega fætur bar hann.
Fremstur ætíð fór á sprett, fáum sætur var hann. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:1. Vonin styrkir veikan þrótt,
![]()
vonin kvíða hrindir.
Vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. 2. Vonin mér í brjósti býr, besti hjartans auður. Vonin aldrei frá mér flýr fyrr en ég er dauður. Flokkar:Klámvísur
Fyrsta lína:Ekki er lífsins gata greið
![]()
það gerir einkum þetta,
að enginn beinir annars leið eða neitt vill létta.
Fyrsta lína:Ekki kemur karlinn þinn
![]()
um kinnar tárin fossa.
Fleygðu þér hérna í faðminn minn og fáðu þér nokkra kossa
Fyrsta lína:Eykur Bleikur sprett á sprett,
![]()
spyrnir við af afli.
Um harðar urðir líður létt logar á hverjum skafli. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:Ég drekk nú svona dag og nótt
![]()
á degi hverjum rúman pott.
Þó að öðrum þyki ljótt þykir mér það skratti gott. Flokkar:Drykkjuvísur
Fyrsta lína:Ég hef nú reynt og fundið flest
![]()
sem fyrir stígur nokkurn mann.
En konuleysið kvelur mest, kvelur meira en samviskan.
Fyrsta lína:Ég hef skorið koll af kú,
![]()
keyptur er Grönvolds-Blesi.
Vísast er eg verði nú vellríkur á Nesi. Flokkar:Gamanvísur
Fyrsta lína:Hentug mundi Hrafnagjá
![]()
að hafa fyrir landsins kassa.
Arnljótur minn þyrfti þá þar að vera og hana passa.
Fyrsta lína:Hér er rifist hvíldarlaust
![]()
svo hófi engu nemur,
vetur, sumar, vor og haust – og verst þegar einhver kemur.
Fyrsta lína:Í dag er auðséð, drottinn minn
![]()
dýrð þín gæskuríka
maður heyrir málróm þinn maður sér þig líka.
Fyrsta lína:Í dag er auðsén, Drottinn minn,
![]()
dýrð þín gæskuríka.
Maður heyrir málróm þinn, maður sér þig líka.
Fyrsta lína:Í lífi og dauða meðan má
![]()
munninn væta á stútnum.
Í sorg og gleði sýp ég á sextán potta kútnum.
Fyrsta lína:Ílla fór að Ingibjörg
![]()
átti ´ann Gísla Wíum.
Frá honum heimskan flýgur mörg. Fleiri en spörð í kvíum
Fyrsta lína:Kænn er Hólmaklerkurinn
![]()
karlinn veit hvað hlýðir
kann að gylla gömul skinn svo gangi þau út um síðir.
Fyrsta lína:Landshöfðinginn líkar mér
![]()
að líta hann ganga farinn veg
enginn maður á honum sér að hann geti meira en ég.
Fyrsta lína:Læt ég fyrir ljósan dag
![]()
ljós um húsið skína
ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag heldur til að horfa á konu mína.
Fyrsta lína:Mörg er kvíða og kvala stundin
![]()
kjarkurinn er að dofna.
Illir draumar eitra blundinn ætíð þá ég sofna.
Fyrsta lína:Nóttin græðir margt sem mæðir mann á daginn.
![]()
Lífs ég þræði veikur veginn
verð því næði og svefni feginn.
Fyrsta lína:Oft ég svona á kvöldin kveð
![]()
kvæðin út í bláinn
óðar gleymd, af engum séð eru þau og dáin.
Fyrsta lína:Ó, þið dalir, ó, þú sær,
![]()
ó, þið fögru strendur.
Alltaf finnst mér nú byggð og bær breiða út vinahendur.
Fyrsta lína:Rustikus er fallinn frá,
![]()
frá af spiki og rengi.
Austanlands, það er mín spá, að enginn syrgi hann lengi.
Fyrsta lína:Samviskuna get ég grætt
![]()
og gefið henni sitthvað inn.
En aldrei getur ástin hætt og af henni stafar kvensemin.
Fyrsta lína:Satt og logið sitt er hvað
![]()
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það þegar flestir ljúga?
Fyrsta lína:Segðu mér nú sannleikann
![]()
sagna bestur er hann
ef þú breiðir yfir hann eg skal segja þér hann.
Fyrsta lína:Skuldirnar mig þungar þjá
![]()
en það er bót í máli
að kútinn láta allir á orðalaust hjá Páli. Flokkar:Daglegt amstur
Fyrsta lína:Sveinn með lagi komst á kjöl,
![]()
þeir köstuðu til hans bandi.
Drulluvotan dálítinn spöl, drógu þeir hann að landi.
Fyrsta lína:Svo eru heit þín handabönd
![]()
að hærur allar flýja
undan þinni ástarhönd og augnaráðinu hlýja.
Fyrsta lína:Sýnir hann öllum sömu skil
![]()
sem að við hann reyna.
Þegar karlinn þrífur til þeir eru að kvarta um steina.
Fyrsta lína:Undan Sleipni Ótrauður
![]()
alltaf fór á skeiði
svo hann Björn varð sótrauður, svartur og blár af reiði.
Fyrsta lína:Undan Sleipni, Ótrauður,
![]()
alltaf lá á skeiði,
svo hann Björn varð sótrauður, svartur og blár af reiði.
Fyrsta lína:Undarlega er undir mér,
![]()
orðið hart á kvöldin.
Seld því undirsængin er í sýslu- og hreppagjöldin.
Fyrsta lína:Utan af hafi og inn á Tó
![]()
æðir sérhver bára.
Nú hefur drifið niður snjó nóg til hundrað ára.
Fyrsta lína:Úr kaupstað þegar komið er
![]()
kútinn minn ég tek og segi:
Landið græðir mest á mér mest ég drekk á nótt og degi.
Fyrsta lína:Vel úr hendi fer þér flest,
![]()
finnst þinn líki varla.
En þú kannt ekki að hefta hest, þú hefur þann eina galla.
Fyrsta lína:Veslings stráin veik og mjó
![]()
veina á glugga mínum
kvíða fyrir kulda og snjó kvíða dauða sínum.
Fyrsta lína:Vísna minna vængjum á
![]()
vil ég burtu leita.
Þessu kalda fróni frá og fljúga í suðrið heita.
Fyrsta lína:Vonin styrkir veikan þrótt,
![]()
vonin kvíða hrindir.
Vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir.
Fyrsta lína:Yfirvöldin yrðu þá
![]()
ekki rík úr landsins kassa.
Þar fær enginn gull úr gjá sem gamli Ljótur á að passa
Fyrsta lína:Þá fölur máni á fönnum skín
![]()
fífa í skjánum brennur
yfir gljána og inn til þín alinn Gráni rennnur.
Fyrsta lína:Þá var eins og þessi stund
![]()
þreytt og angrað geðið
synjaði mér að sofna blund – Svo var þetta kveðið.
Fyrsta lína:Þegar Brúnn minn teygði tá
![]()
og taumana eins og þvengi
þessir köldu klettar þá kváðu á aðra strengi.
Fyrsta lína:Þolgóður ég þetta klýf
![]()
það er nú sem mig gruni
að varla endast lengur líf litlum aurum muni.
Fyrsta lína:Ægir skilar engum heim
![]()
og ekki Ránardætur.
Þóttú sofir sætt hjá þeim seint kemst þú á fætur. Ljóð höfundar – Páll Ólafsson
Fyrsta ljóðlína:Brjóstið hrellir harmur sár
Fyrsta ljóðlína:Oft er hófið mundangsmjótt
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR:FIMM : aBaaB. Frjáls forliður.
Flokkur:Brúðkaupsljóð
Fyrsta ljóðlína:Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Bragarháttur:FIMM : AbAbCC. Forliður.
Fyrsta ljóðlína:Héðan er fagurt frá að líta
Flokkur:Náttúruljóð
Fyrsta ljóðlína:Ég hef nú reynt og fundið flest
Flokkur:Ástarljóð
Fyrsta ljóðlína:Lífsstundirnar líða fljótt
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR:FIMM : aBaaB. Frjáls forliður.
Flokkur:Ástarljóð
Fyrsta ljóðlína:Lóan er komin að kveða burt snjóinn
Flokkar:Náttúruljóð, Skólaljóð (úr bókinni)
Fyrsta ljóðlína:Áfram þú líður um ískaldan geim
Fyrsta ljóðlína:Eitt sinn bað ég bændur þrjá
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR:FIMM : aBaaB. Frjáls forliður.
Fyrsta ljóðlína:Ó, blessuð vertu, sumarsól
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aabbccdd. Forliður.
Flokkar:Náttúruljóð, Skólaljóð (úr bókinni)
Fyrsta ljóðlína:Komdu sæll og síblessaður vinur
Flokkur:Ljóðabréf
Fyrsta ljóðlína:Ég er þreyttur, Jón minn kær
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR:FIMM : aBaaB. Frjáls forliður.
Fyrsta ljóðlína:Vertu bergmál betri stunda
Bragarháttur:FJÓRIR : aaBBcc. Forliður.
Fyrsta ljóðlína:Fögur þykir mér foldin ísa
Flokkur:Náttúruljóð
Fyrsta ljóðlína:Illa dreymir drenginn minn
Bragarháttur:FJÓRIR : aaaa. Forliðabann.
Flokkar:Kveðið fyrir börn, Skólaljóð (úr bókinni)
Fyrsta ljóðlína:Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem unnast
|