?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Týnd er æra, töpuð sál,

Lausavísa:Týnd er æra, töpuð sál,
tunglið veður í skýjum.
Sunnefunnar sýpur skál
sýslumaður Wíum.

Flokkur:Beinakerlingavísur
Nánar um heim.:Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd (f. 1945) hefur vísuna einnig þannig úr munnlegri geymd.
Bls.:178
Tildrög:Vísan er sögð hafa fundist í Beinakerlingunni á Kaldadal eftir að þingað hafði verið í svonefndu Sunnefumáli á Alþingi 1758. Var það þannig vaxið að sýslumaðurinn í Múlaþingi, Hans Wíum, hafði í haldi stúlku úr Geitavík í Borgarfirði eystri, Sunnefu að nafni, sem ákærð var fyrir blóðskömm með Jóni bróður sínum. Sunnefa átti síðan annað barn sem hún í fyrstu kenndi einnig bróður sínum en breytti síðar framburði sínum og kenndi Wíum sýslumanni og var henni dæmdur eiður í málinu. Hún lést hins vegar á heimili sýslumanns árið 1757 áður en hún kæmi fram eiði sínum. Á þingi 1758 var Jón Sunnefubróðir dæmdur til dauða enda viðurkenndi hann að hafa átt síðara barnið einnig með systur sinni en hafði áður þvertekið fyrir það. Var talið að Sveinn varalögmaður Sölvason hefði ort vísuna en hann hafði verið hvað andsnúnastur Hans Wíum í málinu.
Inngangsorð og skýringar:
Vísan er til í að minnsta kosti tveim gerðum. Hér er hún birt eftir þjóðsögu sem Einar Hjörleifsson Kvaran skráði fyrir Jón Árnason. Gísli Konráðsson hefur hana örlítið öðruvísi: Týnd er æra, töpuð er sál, / tunglið veður í skýjum. / Sunnefunnar sýpur skál / sýslumaðurinn Wíum.
Lausavísur höfundar – Sveinn Sölvason lögmaður
Fyrsta lína:Třnd er Šra, t÷pu­ sßl,
Sýna 1 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Sveinn Sölvason lögmaður
Fyrsta ljóðlína:Vindaljónið voru láði
Flokkur:TÝ­avÝsur