?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Riðar í sessi rassbreiður

Lausavísa:Riðar í sessi rassbreiður
rymur í *lagahlunki. 
Skrámur, Tota og Skítnefur
skutust út að Dunki.

*Sumir sögðu: ’valdahlunki’.
Flokkur:Háðvísur
Nánar um heim.:Tölvupóstur frá Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi 21. febrúar 2018, til skrásetjara, Kristjáns Eiríkssonar: Árni greinir svo frá: „Ég ólst frá fimm ára aldri upp á Þorbergsstöðum í Dölum. Áður höfðu búið þar afi minn og amma, langafi og langamma allar götur frá 1869. Bærinn er norðan við hæl Hvammsfjarðar. Handan fjarðarins blasir við innsti hluti Skógarstrandar og m. a. bæirnir Bugðustaðir, Ketilsstaðir, Dunkur og Dunkárbakki. Alfaraleið var fyrir bílaöld yfir vaðlana í fjarðarbotninum út í Hörðudal, á Skógarströnd og út á Snæfellsnes. Landaleitarmenn hafa því trúlega riðið þar um. Um 7 km eru frá Þorbergsstöðum inn í Búðardal og 2-3 km þaðan inn að Hrappstöðum og Spágilsstöðum. Ég tel mig hafa heyrt vísuna innan við 10 ára aldur. Gestkvæmt var á Þorbergsstöðum frá fornu fari því þar skárust leiðir.“
Tildrög:Árni Björnsson segir svo frá tildrögum vísunnar:

Jón Laxdal hét bóndi á bænum Dunk í Hörðudalsheppi 1925–1945. Hann var einn þeirra sem var þekktur fyrir landabrugg á bannárunum og eftir þau. Þorsteinn Þorsteinsson frá Arnbjargarlæk var sýslumaður Dalamanna 1920–1955. Hann ástundaði það sem kallað hefur verið ’sýslumannaréttarfar’, dæmdi menn helst ekki nema í nauðir ræki og nennti ekki að ’druslast’ til að leita uppi bruggara, nema hann þyrfti að sinna beinni kæru. Guðbrandur Jónsson bóndi á Spágilsstöðum í Laxárdal (1898–1945) var sérvitur greindarkall en einn helsti forvígismaður bindindismanna í sveitinni. Hann kærði Jón á Dunki fyrir brugg og sýsli varð að druslast þangað með Brandi í landaleit. Með þeim fór Sigtryggur Jónsson á Hrappstöðum í Laxárdal sem var hreppstjóri frá 1934. Um þessa ferð lærði ég þessa vísu sem barn:

Riðar í sessi rassbreiður
rymur í lagahlunki (sumir sögðu: valdahlunki)
Skrámur, Tota og Skítnefur
skutust út að Dunki.

 
Inngangsorð og skýringar:
Þær skýringar eiga við vísuna að Þorsteinn var fremur digur vexti og röddin nokkuð rymjuleg. Hann hafði dálítinn valbrárblett í andlitinu. Sumir vildu samt segja ’Skrjóður’ fyrir ’Skrámur’. Sigtryggur hafði fremur niðurmjótt eða totuegt andlit. Þótt Brandur væri andvígur áfengi fúlsaði hann ekki við neftóbaki og mun það hafa sést greinilega á nefinu. Líklegast er að þessi ferð hafi átt sér stað um eða eftir miðjan fjórða áratuginn. Mér virtist sem hún hefði ekki mælst vel fyrir. Höfunda heyrði ég nefnda tvo: Bjarnna Gíslason á Harrastöðum (1928–1935), seinna á Fremri-Þorsteinsstöðum til dánardags 1940. Þekktur hagyrðingur. Hinn var Kristján, eldri bróðir Jóns Samsonatsonar á Bugðustöðum sem einnig var snjall hagyrðingur en flíkaði því lítt. Hvað sem því líður hefur reið þeirra þremenninga nánast legið um hlaðið á Bugðustöðum.
 
Lausavísur höfundar – Höfundur óviss
Fyrsta lína:Riðar í sessi rassbreiður
Flokkar:Hß­vÝsur
Fyrsta lína:Yndi hallast ýtum hjá,
Sýna 4 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Höfundur óviss
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund