?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Myndi ei flestum forlög sýnast hörð

Lausavísa:Myndi ei flestum forlög sýnast hörð
fæti ei stíga heilum hér á jörð
frá vöggu að gröf, svo köld þín voru kjör
en kvörtun heyrðist ei frá þinni vör.
Bls.:127
Tildrög:Anna Ásmundsdóttir, föðursystir Jósefs skrásetjara, var lengi til heimilis á Svarfhóli, síðustu æviár sín. Hún var fötluð, fæturnir snúnir inn, átti því erfitt með gang. Hún var fóstra skrásetjara sem svaf hjá henni þar til stuttu áður en hún andaðist. Honum kenndi hún lestur, kver og biblíusögur og þeim af krökkunum sem voru á líku reki. Prjónaskapur var aðalvinna Önnu þegar kennslan er frá talin. Hún prjónaði með sínum fimm handprjónum næstum til allt sem heimilið þurfti af prjónafötum og það var ekkert smáræði. Fyrir utan alla sokka og vettlinga á 14 eða 16 manns, sem á heimilinu voru.

Þuríður, móðir Jósefs skrásetjara og mágkona Önnu minntist hennar með vísunni.

En sjálfur segir hann: Um konu sem þessa er ekki þorf að skrifa langt mál. Líf hennar, hið ytra, var ekki margbrotið. Hún taldist ekki til þeirra sem störfum gegna fyrir almenning og kosnir hafa verið í trúnaðarstöður, en hún lifði hjartahreinu og fögru lífi, öllum til gagns og gleði, í sínum takmarkaða verkahring með óeigingjörnu starfi sem engra launa krafðist.
Lausavísur höfundar – ŮurÝ­ur Jˇnsdˇttir, Svarfhˇli Ý Stafholtstungum
Fyrsta lína:Myndi ei flestum forlög sýnast hörð
Sýna 8 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – ŮurÝ­ur Jˇnsdˇttir, Svarfhˇli Ý Stafholtstungum
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund