?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Að kom ég þar elfan hörð

Lausavísa:Að kom ég þar elfan hörð
á var ferðum skjótum.
Undir vatni, ofan á jörð,
arka ég þurrum fótum.
Útgefandi:Helgafell
Bls.:92
Inngangsorð og skýringar:
Útg. segir: Hægt er að ganga á bak við Seljalandsfoss. Vísa var kveðin um það og er eins konar gáta.
Á Skagfirðingavef er vísan þannig:
Að kom ég þar elfan hörð
á var hlaupum fljótum.
Undir vatni en ofan á jörð,
arka ég þurrum fótum.