?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Heiðríkt loft og himinn klár

Lausavísa:Heiðríkt loft og himinn klár
á helga Pálusmessu,
mun þá verða mjög gott ár;
mark skal taka á þessu.

En ef þokan Óðins kvon
á þeim degi byrgir,
fjárdauða og fellisvon
forsjáll bóndinn syrgir.
Flokkar:Samstæður, Veðurvísur
Útgefandi:Helgafell
Bls.:24
Inngangsorð og skýringar:
Fyrrum mörkuðu menn mjög tíðarfar eftir því hvernig viðraði á vissum merkisdögum. Mikið mark tóku menn á Pálsmessu(25. jan.) sem vísurnar sýna.