Strengleit er ólík leitaraðferð Google og annarra helstu leitarvéla.
Kannað er hvort strengurinn er hluti af einhverjum kveðskap eða höfundarlýsingu í safninu. Leitarstrengurinn nýta skilar því textum sem innihalda orðin nýta, nýtar, ónýta og snýta. Hins vegar finnast ekki textar sem innihalda beyginarmyndir á borð við nýtum eða nýtti. Séu slegin inn tvö orð er litið á þau og bilið á mili þeirra sem eina einingu. Fljúga hvítu finnur því aðeins texta þar sem þessi tvö orð standa saman. Algildistáknin * og ? eru ekki notuð. Rökvirkjarnir AND, OR og NOT, eru ekki notaðir. Séríslenskir stafir eru ekki jafngildir örðum rittáknum. Leit að orðinu gata finnur því ekki orðið gáta og öfugt. Hástafir og lágstafir skipta ekki máli. Leit að orðinu orð skilar líka ritmyndunum Orð og ORÐ.
Allir flokkar (1781)
Óflokkað (643)
Afmælisvísur (6)
Auður og örbirgð (1)
Ákvæðavísur (8)
Árstíðavísur (10)
Ástavísur (29)
Bátavísur (3)
Bílavísur (1)
Bændavísur (2)
Bölmóðsvísur (27)
Daglegt amstur (2)
Draumvísur (8)
Drykkjuvísur (28)
Eftirmæli (14)
Ellivísur (5)
Ferðavísur (3)
Fjarstæður (2)
Formannavísur (1)
Fornar lausavísur (32)
Gamanvísur (81)
Gangnavísa (1)
Háðvísur (10)
Háttatalsvísur (452)
Heillaóskir (17)
Heilræðavísur (6)
Heimslystarvísur (5)
Hestavísur (26)
Kersknisvísur (33)
Klámvísur (4)
Landslag og örnefni (63)
Lífsspeki (71)
Mannlýsingar (5)
Minnisvísur (13)
Nafnavísur (2)
Náttúruvísur (9)
Níðvísur (6)
Pólitískar vísur (1)
Saknaðarvísur (2)
Samkveðlingar (5)
Samstæður (58)
Sjóferðavísur (5)
Spássíuvísur (14)
Svarvísur (14)
Tíðavísur (1)
Trúarvísur (1)
Veðurvísur (55)
Vísnagátur (7)
Vísur úr kvæðum (9)
Vísur úr rímum (5)
Vögguvísur (4)
Þingvísur (5)
Þjóðvísur (1)
Öfugmælavísur (2)
Orðin hafa mikinn máttLausavísa:Orðin hafa mikinn mátt,
mun þau best að hafa færri, því skal ekki gaman grátt, gaspra þegar sál er nærri. Höfundur:Kristján Runólfsson
Heimild:Úr fórum Kristjáns Runólfssonar
Lausavísur höfundar – Kristján Runólfsson
Fyrsta lína:Eflaust gæti atlot reynt,
![]()
og Amors næturgaman,
en Evu dætur ljóst og leynt, leggja fætur saman.
Fyrsta lína:Endalaust er æviþráður spunninn,
![]()
ýmsir lifa þó við kjörin hörð.
en góðverkin sem aldrei voru unnin, er yfirsjónin mesta hér á jörð.
Fyrsta lína:Endalaust teyga úr orðanna lindum,
![]()
ákaft ég reyni minn þorsta að sefa,
vísdómur skapast og verður að myndum, vaknar svo þráin að miðla og gefa.
Fyrsta lína:Heimur grimmur, gefur ráðin,
![]()
„gefstu upp þú fúli raftur.“
Vertu sterkur, vaknar dáðin, er vonin hvíslar. „Reyndu aftur.“
Fyrsta lína:Heimur grimmur, gefur ráðin,
![]()
„gefstu upp þú fúli raftur.“
Vertu sterkur, vaknar dáðin, er vonin hvíslar. „Reyndu aftur.“
Fyrsta lína:Í mínum huga er allt á tjái og tundri,
![]()
telst því vart með ljóðamönnum slyngum,
tekst mér best með pínu í glasi af glundri, þá get ég talist einn af hagyrðingum.
Fyrsta lína:Mig langar upp til fjalla þar sem friðsæld ríkir góð,
![]()
fjærri öllu þrasi og heimsins puði.
Dvelja stund í þögninni og þykjast yrkja ljóð, um þrautir lífs, og færa sjálfum Guði.
Fyrsta lína:Orðin hafa mikinn mátt,
![]()
mun þau best að hafa færri,
því skal ekki gaman grátt, gaspra þegar sál er nærri.
Fyrsta lína:Óðinn bindur vísna ver,
![]()
virðir lindir tærar,
ljóðin fyndin þvælir þver, þekkir myndir skærar.
Fyrsta lína:Skálda-Grána gríp til kosta,
![]()
glaðning margur fær,
en ekkert skil í ógnarþorsta, eins og ég drakk í gær.
Fyrsta lína:Vísindanna vísu menn,
![]()
víða beita ráðum klókum,
en virðast lítið vita enn, um veröld Guðs þó liggi í bókum.
Fyrsta lína:Þó að allt mitt orðasáld,
![]()
ýmsum veki kæti og gaman,
tæpast get ég talist skáld, þó taki ég orð og raði saman.
Fyrsta lína:Þó lífið sé stutt hefur mannskepnan mikið að gera,
![]()
og mæðist í ýmsu sem hugurinn leitandi girnist,
gróðinn er lítill en þung er sú byrði að bera, að bæta á sig gulli sem eyðist að lokum og fyrnist.
Fyrsta lína:Þó menn blaðri þetta og hitt,
![]()
þegnum gleymist óðurinn,
gjarnan ríkum gefur sitt, gegnumstreymissjóðurinn.
Vísur höfundar í öðrum söfnum:
Fyrsta lína:Arg og læti öl og vín,
![]()
allir kætast saman.
Hefjast þrætur, hefnir sín hóflaust næturgaman. Flokkar:Drykkjuvísur
Fyrsta lína:Dagar lengjast, birtir brátt
![]()
bæði í sál og hjarta
þegar sól og sunnanátt sendir geisla bjarta. Flokkar:Náttúruvísur
Fyrsta lína:Ef Jói í Stapa linnir leik,
![]()
lukku tapast hjólið.
Getur enn skapað glóð í kveik gamla skrapatólið.
Fyrsta lína:Í gærkvöldi Bakkusi lagði ég lið
![]()
lengi ég drakk af hans brunni.
Komst þó á fætur og kannaðist við koníaksbragðið í munni. Flokkar:Drykkjuvísur
Fyrsta lína:Tel ég Unnars vísna vef
![]()
vera brunn af fræðum
en í þeim grunni eru stef ansi þunn að gæðum.
Fyrsta lína:Tendrum ljós á lífsins vegi
![]()
leggjum út á æðri brautir,
leitumst við að lina þrautir lofum Guð á hverjum degi.
Fyrsta lína:Upp ég kreisti lítið ljóð,
![]()
læt þar freysting toga.
Lítill neisti og gömul glóð, getur breyst í loga.
Fyrsta lína:Upp til fjalla gerir grátt
![]()
grænu státar hlíðin.
Sumri hallar byrjar brátt blóðug sláturtíðin.
Fyrsta lína:Vil ég ekki vaka meir
![]()
vísast mun ég sofna fljótt.
Hættur er að hnoða leir hér með býð ég góða nótt.
Fyrsta lína:Það sem lífi gefur gildi
![]()
er gulli betra og auraflóð
það er að eiga ást og mildi, eld í hjarta og kærleiksglóð. Ljóð höfundar – Kristján Runólfsson
Fyrsta ljóðlína:Leikum okkur varlega á lífsins hálu braut
Bragarháttur:SJÖ:FIMM : aBaB. Frjáls forliður.
Fyrsta ljóðlína:Oft á rjúpa upp til heiða
Bragarháttur:FJÓRIR : ABABAB. Frjáls forliður.
Fyrsta ljóðlína:Söngurinn hjá Sveiflu-Geira
Fyrsta ljóðlína:Þegar dagur lengist léttist skap til muna
Bragarháttur:SEX : AbAb. Forliður.
Fyrsta ljóðlína:Þú ert enn við sama sið
Bragarháttur:FJÓRIR : aa. Frjáls forliður.
Fyrsta ljóðlína:Þvert um hug sér margir mæla
Bragarháttur:FJÓRIR : AA. Frjáls forliður.
|