?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Skylt er víst að skýri ég

Lausavísa:Skylt er víst að skýri ég
skötnum rétt frá Páli:
hann hefir orðið margri mjeg
meyjunni að táli.

Páll svaraði:

Árni satt eg ansa vil  
eigi þó hann klægi,
sá veit hvernig bauga bil
blæðir stunginn magi.
Flokkur:Svarvísur
Útgefandi:Jón Þorkelsson
Bls.:12–13
Tildrög:Um tildrög vísna þessara segir Jón Ólafsson úr Grunnavík svo:

„Kveðið þá þeir voru stúdentar utanlands (1685–86) og héldu sig lystuga, í drykkjusamsæti. Hver skyldi kveða upp á annan. Árni Magnússon kvað til Páls Jónssonar: 

Skylt er víst að skýri ég
skötnum rétt frá Páli:
hann hefir orðið margri mjeg
meyjunni að táli.“
Lausavísur höfundar – Árni Magnússon, prófessor.
Fyrsta lína:Líta munu upp í ár
Flokkar:SvarvÝsur
Fyrsta lína:Mun hans uppi minning góð
Fyrsta lína:Skylt er víst að skýri ég
Flokkar:SvarvÝsur
Ljóð höfundar – Árni Magnússon, prófessor.
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund