?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Presturinn byggir hús sitt á tveimur hæðum

Lausavísa:Presturinn byggir hús sitt á tveimur hæðum
á hellubjargi, enda er í gömlum fræðum
aðstæðum slíkum hrósað á ýmsa lund.
Á efri hæðinni er ætlunin að prestur
ákalli drottinn og stundi sinn bænalestur.
Á neðri hæðinni ávaxtast auðsins pund.

og hin:


Mótin fyllast meðan drottins andi
mildur svífur yfir þessu landi
heiður og hreinn.
Við horfum yfir handarverk að lokum
hér var steypt úr fjöldamörgum pokum
utan um einn.


 
Flokkar:Samstæður, Háðvísur
Nánar um heim.:Fyrri vísan er skráð eftir tölvupósti frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni til skrásetjara, Kristjáns Eiríkssonar, 16. febrúar 2012, en sú seinni eftir tölvupósti frá Jóhönnu Skúladóttur skjalaverði, 17. janúar 2014, sem hefur vísuna þannig eftir Sigurjóni Valdimarssyni á Glitstöðum og Jóni Blöndal Langholti, nágranna Jakobs.
Lausavísur höfundar – Jakob Jónsson á Varmalæk
Fyrsta lína:Mótin fyllast meðan drottins andi
Fyrsta lína:Presturinn byggir hús sitt á tveimur hæðum
Fyrsta lína:Víst er leitt en samt er satt
Sýna 5 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Jakob Jónsson á Varmalæk
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund