?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Þegar í Rófu ríkti hann Jón

Lausavísa:Þegar í Rófu ríkti hann Jón
rífkaðist Víðidalur;
hann mun ei fyrir húðlátstjón
höfðingjunum falur.
Flokkur:Beinakerlingavísur
Heimild:ÍB 296 4to
Tildrög:Vísan er kveðin í beinakerlingu 1732 og sneiðir Skúli hér að Bjarna sýslumanni Halldórssyni á Þingeyrum sem áður hafði vikið ónotalega að lögmanni Bendix í beinakerlingarvísu.
Inngangsorð og skýringar:
Jón, sá sem vísan nefnir þótti óknyttasamur. Hann hafði um tíma búið á Rófu í Miðfirði og hafði Bjarni sýslumaður látið hýða hann á þingi.
Lausavísur höfundar – Skúli Magnússon fógeti
Fyrsta lína:Ei mun ennþá komið kvöld,
Fyrsta lína:Farðu vel af fósturjörðu,
Fyrsta lína:Þegar í Rófu ríkti hann Jón
Fyrsta lína:Þótt eg Hafnar fái ei fund
Sýna 3 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Skúli Magnússon fógeti
Engin ljóð skráð eftir þennan höfund