?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Tvídægruvísur

Fyrsta ljóðlína:Norður um Tvídægru andnes og álftasund
Bragarháttur:FIMM:ÞRÍR:TVEIR : abab. Forliðabann.
ss
h
ss
h
Bragarháttur 2:FIMM : abab. Hreinn þríliðaháttur. Forliðabann.
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1900
Tímasetning:1952
Leturstærð
Tvídægruvísur

Norður um Tvídægru andnes og álftasund
átt hef ég fjölmörg spor.
Þar hef ég löngum farið með hest minn og hund
haust og vor.


1.
Marglynd er heiðin mín gamla, hún grætur og hlær,
golan og stormurinn kveða þar ólíkan brag.
Vatnið sem spegilslétt glitraði í sólskini í gær
gruggugu löðrinu þeytir á bakkann í dag.

2.
Vindbáran herjar þá landið með þungum þyt,
þverskorinn jarðveg grefur á ýmsa lund,
hanga í rofinu rætur hvítar á lit,
ryðgaður hnígur dreyrinn úr svartri und.

3.
En gott er að vera þinn gestur, heiðin mín blá,
gafst þú mér löngum að nýju von mína og trú,
ómuna djúp er sú úð sem þú vekur þá.
Ættlandsins góða, máttuga brjóst ert þú.


4.
Séð hef ég snjóskýin hylja haustföla sól,
heyrði eg í sölnaðri störinni golunnar rísl.
Skóþvengur slitinn var hnýttur við Staðarhól,
hugað að gjörðum og beizli við Langavatnskvísl.

5.
Lengi mun hugurinn leita úr byggðum til þín,
lokar ei minningin hurðum að baki sér:
himbrimatjarnir og hólmavötn blasa við sýn,
hringing úr tröllakirkjum vindurinn ber.

Fjölmarga göngu um fjöllin, stundum í snjó,
fór ég þrjátíu haust.
Einhver mun verða hin allra síðasta þó
– efalaust.
Ljóð höfundar – Guðmundur Böðvarsson
Fyrsta ljóðlína:Ekki var það allra að búa innst í heiði
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Blindir menn
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Undir hússins hlið
Heiti:Fylgd
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Komdu, litli ljúfur
Flokkar:Ăttjar­arkvŠ­i, Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Tvídægruvísur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Norður um Tvídægru andnes og álftasund
Heiti:Undir óttunnar himni
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Undir óttunnar himni
Heiti:V÷luvÝsa
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Eitt ver­ Úg a­ segja ■Úr ß­ur en Úg dey
Lausavísur höfundar – Guðmundur Böðvarsson
Sýna 21 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu