?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Hornbjarg

Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : OaoaBBCC. Forliðabann.
ss
h
ss
h
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1925
Leturstærð
Hornbjarg

1.
Turnafögur Hornbjarg heitir
höll við marar ál.
Þar á vori’ um kvöld ég kom,
sá kynt í hamri bál.
Hallardyr að hafi snúa.
„Hér mun ríkur kóngur búa.“
Gulls- og silki-glit frá tjöldum
geisla sást í öldum.

2.
Sólin rauð frá hafsbrún horfði,
hljóður hvíldi sær.
Flagg að hún á fleyi steig,
er færðist bjargi nær.
Hér var ei að koma’ að koti.
Kóngi heilsað var með skoti.
Brátt til svara bumbur allar
buldu’ í hvelfing hallar.

3.
Varpfugl svaf, en við þær kveðjur
vaknar; hver ein tó
úr sér vængjum óteljandi
yfir djúpið spjó.
Hristist loft, en hljóða-gargið
hermdi’ og tuggði eftir bjargið;
og með rámra radda súgnum
rigndi drít frá múgnum.

4.
En sá sveimur! En þau læti!
En það sarg og garg!
Auðséð var, sá urmull þóttist
eiga þetta bjarg.
Hver um annan sveiflast; sjónir
svimar við þær millíónir.
Yfir ræður enginn; fjöldinn
allur fer með völdin.

5.
Luktist bjargið, ljósin dóu,
litskreytt hurfu tjöld.
Sáust skitin skegluhreiður:
Skríllinn hafði völd
hér sem víðar. Buðlung bjargsins
bundið hefur múgagargsins
öld, svo fyrri fegurð geymist
fólgin, eða gleymist.

6.
Það var eins og hami hefði
hugur kastað minn.
Skamma stund í huldu-heima
hafði’ ég litið inn.
Fyrrum hafði fólkið kynni
föst við heiminn þarna inni.
Nú er fögrum huldu-höllum
harðlæst fyrir öllum.

7.
Aðeins þegar sumarsólin
svona fögur kveld
inn til vætta hafs og hamra
himins sendir eld,
opnast hallir huldu-þjóða,
heimar, þar sem vögguljóða
draumnum ljúfa, dularspaka
dánir yfir vaka.
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu