?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Vígslu-söngur

Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aBaaB. Hreinn þríliðaháttur. Forliður.
ss
h
ss
h
ss
Viðm.ártal:1900
Tímasetning:1909
Undir heiti stendur: „Við opnun lestrarsals Landsbókasafnsins í húsinu á Arnarhóli 18. mars 1909“.
Í Lesbók Morgunblaðsins 5. október 1958 er atburðarins minnst:

Sunnudaginn 28. marz 1909 voru þrjú söfnin, Landsbókasafn, Forngripasafn og Náttúrugripasafn, opnuð í hinum nýu húsakynnum. Var þá boðið þangað alþingismönnum þeim, er til náðist, embættismönnum og menntamönnum, alls um 150 manns. Þar flutti Jón Jakobsson landsbókavörður, skörulega ræðu, en sungið var fyrir og eftir þetta kvæði, er Þorsteinn Gíslason hafði orkt, en Sigfús Einarsson samið lag við.

Meira ...
Leturstærð
Vígslu-söngur

1.
Þú gyðja vors lands, – þér sem gafst oss það ljós
sem gæfunnar misjöfnu daga,
frá fornöld að nútíð, við fjall og við ós
á fold vorri lifði, þér syngjum vér hrós
og helgum þér hús þetta, Saga!

2.
Og þjóð vor, sem striddir við margskonar mein,
í minningu geym þú og hrósi
hvern geisla – les nöfnin hér greypt inn í stein –
frá guðdómsins stjörnu sem yfir þér skein
og varpaði’ á leið þína ljósi.


3.
Kom frelsis- og menningar framtíðarsól
og fær þú oss ljómandi daga!
Breið ylgeisla þinn yfir Arnarhól
og yngdu frá rústum vort fyrsta ból.
En vak þú á verðinum, Saga,

4.
svo fallist í arma hið forna við nýtt.
Þú feðranna göfuga tunga
átt logann sem gert hefir lífið hlýtt
og lýst oss í gegnum blítt og strítt.
– Hann varðveit þú, Ísland hið unga!
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu