?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Tryggvi Gunnarsson

Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið.
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaBcDcD. Forliður.
ss
h
ss
h
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1925
Tímasetning:1917
Undir heiti stendur: „Við afhjúpun minninsvarða hans í Alþingishúsgarðinum, 12. desember 1917.“
Birtist í Lögréttu þann dag og Morgunblaðinu daginn eftir.
Leturstærð
Tryggvi Gunnarsson

1.
Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð!
Þér vaxi táp og menning!
Og eflist, þjóð vor, allt þitt ráð
við ungra tíma kenning!
Og lifi’ og vaxi lof hvers manns,
sem lyftir hug og glæðir,
og elskar mold vors ættarlands
og unga kvisti græðir!

2.
Með heiðri’ og sæmd hjá lands vors lýð
þín lifi minning, Tryggvi!
Og blessist allt þitt strit og stríð,
þú starfsins kappi dyggvi!
Og sendi drottinn djarfa menn
með dug og vilja sterkum
og framtakshuga Fróni enn,
til framhalds þínum verkum.

3.
Og þegar vorið vermir mörk
og vaknar líf í greinum,
og aftur lifna blöð á björk
og blóm í hlé af steinum,
– sem fyrrum enn þau fagni þér
með fyrstu brosum sínum.
Við ævidraum þinn undu hér
i urtagarði þínum.
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu