?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Lagarfljótsormurinn

Fyrsta ljóðlína:Ósjaldan fyrir augu ber
Bragarháttur:[Bragarhßttur ekki skrß­ur]
Viðm.ártal:2000
Leturstærð
Lagarfljótsormurinn

1.
Ósjaldan fyrir augu ber
orminn í Lagarfljóti.
Lengi hefur hann lifað hér,
liggur á hörðu grjóti.
Af fjölkynngismönnum festur var,
þeir fjötruðu orminn langa.
Niður við botninn bíður þar
bundinn við Húsatanga.

2.
Breiðist um dalinn niðdimm nótt,
næðir golan um vanga,
lyftist þá aldan ofurhljótt
utan við Húsatanga.
Birtist skuggi við bárufald,
bylgjurnar ýfast við landið,
ormurinn með sitt ægivald
ólmur togar í bandið.

3.
Þegar vindur með þungum nið
þýtur um fljótið langa,
rökkrið læðist um lönd og svið,
leitar ormurinn fanga.
Kuldalegir við klettarið
kólgubakkarnir hanga,
þá eru engum gefin frið
sem gengur um Húsatanga.
Ljóð höfundar – Hákon Aðalsteinsson
Heiti:Lagarfljótsormurinn
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Ósjaldan fyrir augu ber
Lausavísur höfundar – Hákon Aðalsteinsson
Fyrsta lína:Á tíma röngum dundi í dröngum,
Flokkar:GamanvÝsur
Fyrsta lína:Ég á stauti bakið brýt,
Fyrsta lína:Ég er mjúkur, hægur hlýr,
Flokkar:GamanvÝsur
Fyrsta lína:╔g la­ast a­ ljˇ­unum ■Ýnum
Fyrsta lína:Fegurð dýra meta má
Flokkar:GamanvÝsur
Fyrsta lína:Hann kæfði allt kjökur og stress,
Flokkar:GangnavÝsa
Fyrsta lína:Mér til gleði matast ég
Flokkar:GamanvÝsur
Fyrsta lína:Sjß mß ■anin seglin fÝn
Fyrsta lína:Sogmædd og hnípin er söguþjóðin,
Fyrsta lína:Það birtist eflaust býsna margt
Flokkar:GamanvÝsur
Sýna 2 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu