?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Í Tungu *

Fyrsta ljóðlína:Skrýðist nýju skini hóll
Bragarháttur:[Bragarhßttur ekki skrß­ur]
Viðm.ártal:1925
Leturstærð
Í Tungu *

1.
Skrýðist nýju skini hóll
skuggar flýja úr slökkum.
Þegar tiginn Tindastóll
tvístrar skýjabökkum.

2.
Liggja brotin lukkuhjól
leiðin grýtt um skörðin.
Ásýnd hylur sína sól
síðan ég kom í fjörðinn.

3.
Syndum spillt með sorg í hug,
sæmd og yndi flúin.
Yfir á fimmta áratug
aldurs flyt ég lúin.

4.
Ein og hljóð við arin sit
Út er glóðin brunnin.
Undir blóðugt ævistrit
örlög hlóðu grunninn.

5.
Mín voru löngum fararfley
fætur göngumóðir.
Sporin röngu sparaði ei
spurði um öngra slóðir

6.
Kaldur bylur sverfur svörð
sólarylur dvínar.
Galdur þylur Harpa hörð,
heillir dylur sínar.
Ljóð höfundar – Kristín J. Guðmundsdóttir Núpsöxl
Heiti:Í Tungu *
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Skrýðist nýju skini hóll
Lausavísur höfundar – Kristín J. Guðmundsdóttir Núpsöxl
Sýna 4 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu