?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Hvor þeirra er sönn?

Fyrsta ljóðlína:Ég þekki ungmey sem hét Benedikta . . .
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:1950 – 1975
Leturstærð
Hvor þeirra er sönn?

Ég þekki ungmey sem hét Benedikta og geislaði kringum sig háleitum hugsunum, en úr augum hennar brann löngun í mikilleik, fegurð, frægð og allt það sem fær okkur til að trúa á ódauðleikann . . .
En þessi undursamlega mær var of fögur til að lifa lengi, enda dó hún skömmu eftir að ég kynntist henni, og það var ég sjálfur sem greftraði hana einn dag þegar vorið sveiflaði reykelsi sínu alla leið inn í kirkjugarðana. Ég lagði hana kyrfilega í ilmviðarkistu, ófúanlega sem indverskt skrín.
Og sem ég gat ekki slitið augu mín frá staðnum þar sem fjársjóður minn var grafinn, vissi ég ekki fyrr til en ég sá litla kvenveru einkennilega líka stúlkunni minni sálugu; hún tróð á ferskri moldinni í æðislegum og kynlegum ofsa og rak upp hláturrokur: „Ég er hin sanna Benedikta! alræmd dækja! Og í refsingjarskyni fyrir heimsku þína og blindni skalt þú verða að elska mig einsog ég er!“
En ég svaraði æfur af reiði: „Nei! nei! nei!“ Og til að leggja frekari áherzlu á neitun mína stappaði ég af slíkum ofsa í jörðina að fótur minn sökk upp að hné í nýtekna gröfina, og þannig er ég fastur sem refur í gildru, kannski til æviloka, við gröf hugsjónarinnar.
Ljóð höfundar – Baudelaire, Charles
Heiti:Hvor þeirra er sönn?
≈ 1950–1975
Fyrsta ljóðlína:Ég þekki ungmey sem hét Benedikta . . .
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Súlukóngurinn
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Í súlukónginn, sjófugl öllum stærri
Flokkur:Ůřdd ljˇ­
Lausavísur höfundar – Baudelaire, Charles
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund