?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Af jólaketti

Fyrsta ljóðlína:Hann svartur er með ansi beittar klær
Bragarháttur:FIMM : aaaa. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Heimild:Són, tímarit um óðfræði  
14. árg. 2016, bls. 180
Viðm.ártal:2025
Tímasetning:2016
Flokkur:Jˇlaljˇ­
Leturstærð
Af jólaketti

Hann svartur er með ansi beittar klær
og angrar barn sem rýrar gjafir fær,
segja þeir sem selja vörur þær
sem sífellt kosta meira en í gær.

Í búðum öllum bent er þetta á:
Ef börnin ekki dýrar gjafir fá
þá muni að þeim læðast loppa grá
og litlu börnin éta alveg hrá.

Ég enga von við yndis gjafir bind.
Ég ætla að flýja jólin líkt og hind.
Ég held að vart sé hörmulegri synd
en hanga niðrí Kringlu og Smáralind.

Því hef ég sett mér göfugt mark og mið
í málefni sem ekki þolir bið:
Um jólin ætla ég að styðja við
Jólakattavinafélagið.
Ljóð höfundar – Þórður Helgason
Heiti:Af jólaketti
≈ 2025
Fyrsta ljóðlína:Hann svartur er með ansi beittar klær
Flokkur:Jˇlaljˇ­
Heiti:Sonnetta um elskendur
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Svo langt sem augað eygir himinn blár
Flokkur:Sˇnarljˇ­
Lausavísur höfundar – Þórður Helgason
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund