?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Hæstur drottinn himnaranns

Fyrsta ljóðlína:Hæstur drottinn himnaranns
Bragarháttur:Ferskeytt – Frumhent, frumaukrímað.
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1850
Flokkur:EftirmŠli
Leturstærð
Hæstur drottinn himnaranns

1.
Hæstur Drottinn himnaranns,
hafinn guðdóms krafti,
það er vottur visku hans
að veröld alla skapti.

2.
Eg er smíði handa hans,
hreinsuð skírnar trúnni,
örtuð prýði innra manns,
alin þekkingunni.

3.
Lofaður sértu sanni guð,
svo að huggun fyndum,
opinbert um alfögnuð,
oss er mannakindum.

4.
Gæskan þín mér gleymist síst,
glæðist vonin skæra,
þrýtur pín og það er víst,
þinn fyrir soninn kæra.

5.
Alla fyrir dýrð og dyggð,
drottinn góður, þína,
gjörðu hæfa hugar byggð,
helgum anda, mína.

6.
Þungt er hrís á herðum mín,
hrösun laðast fæti,
mér auglýsi miskunn þín
mátt, svo staðist gæti.

7.
Ó, minn faðir ást og trú,
auktu barnkind þinni,
Guð blessaður gleymdu nú
glæpa iðju minni.

8.
Ristu sekkinn sorga minn,
seð mig þínu blóði,
fyrst að ekki afundinn,
ertu Jesú góði.

9.
Andinn friðar og bænar,
angist mína sefi,
kveiki viður, kulnað skar,
kjarna lífs mér gefi.

10.
Réttlátasta þrenning þýð,
þanka mína stilli,
svo að lasta lifnaðs hríð
lengra mig ei villi.

11.
Jesú Guðs hinn sanni son,
sem að lést þig pína,
alfögnuðs lát eiga von,
erfingjana mína.

12.
Náðarbrunnur nauðstaddra,
nær mig frjálsu brauði;
að fylli ég munna félausra,
fús af léðum auði.

13.
Sorgir pína sinnu stig,
svalaðu mínu hjarta,
æ, lát skína yfir mig,
ásján þína bjarta.

14.
Drag mig sára svikum frá,
og „selskap“ vondra þjóða,
heim svo rati ég hafnir á,
himnaríkis góða.

15.
Ó! ég væri verðug þess,
vegsemd slíka að fanga,
upp í skærum sælu sess,
sitja um eilífð langa.

16.
Taktu Jesú málstað minn,
mjúkt hjá föður þínum,
þá er öndin ókvíðin,
öllum rúinn pínum.

17.
Tjái þér sem til er allt,
tign og æru hreina,
á himni og jörðu, heitt og kalt,
hverja stund og eina.

18.
Indæl verður ævin mín,
eigi hátt ég glósa,
ummynduð þar öldin skín,
aðstoð Drottins hrósa.

19.
Ringast tímgað táraflóð,
traust er naust að stafni,
héðan ríða hjálpar slóð,
Hlés, í Jesú nafni.[1]


[1] Lbs 4370 8vo, bls. 126-129. Lbs. 1883 8vo, bls. 119-123. Hér.skj. A-Hún: Helga Björg Þorsteinsdóttir.
Ljóð höfundar – Helga Þórarinsdóttir (Hjallalands-Helga)
Heiti:*Jón Þorsteinsson
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína: Sat ég á sæströnd / sorgum hnípinn
Flokkur:EftirmŠli
Fyrsta ljóðlína:Hæstur drottinn himnaranns
Flokkur:EftirmŠli
Fyrsta ljóðlína:Gínars litli gaukur minn
Flokkur:Ljˇ­abrÚf
Heiti:Rímur af Partalopa og Marmoríu. Fyrsta ríma: Rímur af Partalopa og Marmoríu *
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Kristinn giftur keisari,
Flokkur:RÝmur
Fyrsta ljóðlína:Hér er leiðin hættu- og villugjörn
Heiti:Sveinn Þorleifsson
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Himingnæfandi brimæsti boði
Flokkur:EftirmŠli
Lausavísur höfundar – Helga Þórarinsdóttir (Hjallalands-Helga)
Fyrsta lína:Litla J÷rp me­ lipran fˇt
Fyrsta lína:Óðum hallar æsku frá,
Fyrsta lína:Undir steini ß hßum hˇl
Sýna 5 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu