?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Allrar veraldar vegur

Fyrsta ljóðlína:Mér ógna opnar grafir
Bragarháttur:[Bragarhßttur ekki skrß­ur]
Viðm.ártal:1925
Tímasetning:1922
Leturstærð
Allrar veraldar vegur

1.
Mér ógna opnar grafir
því ævin fjarar skjótt;
mér blæða rauðar benjar.
Ég býð þér góða nótt.

2.
Og bleikar bernskusyndir
þér búa sæng hjá mér;
þér sígur svefn á hvarma,
og sólin myrkvast þér.

3.
En verkin? þau voru’ ekki mikil:
Vanrækt matarstrit
og grísir, sem gengu í skóla,
með geltandi hvolpavit.

4.
Og bráðum sortnar sólin,
og sundrast jarðarleir,
og allt verður þá að engu –
og engin veröld meir.
Ljóð höfundar – Þórbergur Þórðarson
Heiti:Allrar veraldar vegur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Mér ógna opnar grafir
Heiti:Esjan og kvinnurnar
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Esjan er engilfögur
Heiti:Fjˇrtßn ßra
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Lj˙fasta fegur­ fljˇ­a
Flokkur:┴starljˇ­
Fyrsta ljóðlína:Dauf eru kv÷ld vi­ dapra elda
Heiti:Sigurðarkviða
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Nú skal kveða háan hróður
Flokkur:GamankvŠ­i
Lausavísur höfundar – Þórbergur Þórðarson
Sýna 1 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu