?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Afmæliskveðja til Þorsteins í Grafardal, bróður skáldsins, sextugs

Fyrsta ljóðlína:Ekki var það allra að búa innst í heiði
Bragarháttur:[Bragarhßttur ekki skrß­ur]
Viðm.ártal:1950
Tímasetning:1962
Leturstærð
Afmæliskveðja til Þorsteins í Grafardal, bróður skáldsins, sextugs

1.
Ekki var það allra að búa innst í heiði
þar sem veður þrútin bræði
þreyta leik á opnu svæði.

2.
Vant er að telja vinnudaga og vökunætur
fólks sem á í fjalli setur
fönnum kafið langan vetur.

3.
En til eru þeir sem tóku í æsku trú á landið.
Allra tíma hrakspám hrundið
hafa þeir, og guð sinn fundið.

4.
Og hér hefur vorið faðmað fjöll með fegins hlátri
enda var að entum vetri
ilmur jarðar hvergi betri.

5.
Veit ég því að vættir landsins, vinur góður,
gera í framtíð ferðir greiðar
fóstursyni dals og heiðar.
Ljóð höfundar – Guðmundur Böðvarsson
Fyrsta ljóðlína:Ekki var það allra að búa innst í heiði
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Blindir menn
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Undir hússins hlið
Heiti:Fylgd
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Komdu, litli ljúfur
Flokkar:Ăttjar­arkvŠ­i, Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Tvídægruvísur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Norður um Tvídægru andnes og álftasund
Heiti:Undir óttunnar himni
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Undir óttunnar himni
Heiti:V÷luvÝsa
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Eitt ver­ Úg a­ segja ■Úr ß­ur en Úg dey
Lausavísur höfundar – Guðmundur Böðvarsson
Sýna 21 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu