?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Heilræði

Fyrsta ljóðlína:Líkna þeim sem líður neyð
Bragarháttur:[Bragarhßttur ekki skrß­ur]
Viðm.ártal:1925
Leturstærð
Heilræði

1.
Líkna þeim sem líður neyð.
Leiðbein þeim sem villtur gengur.
Rétt þeim hönd sem hrösun beið.
Hjálpaðu öllum á þinni leið.
Þá mun verða gatan greið.
Gæfu hlotnast ljúfur fengur.
Líkna þeim sem líður neyð.
Leiðbein þeim sem villtur gengur.

2.
Grættu aldrei gamlan mann.
Gakk þú ei á hlut hins snauða.
Segðu ætíð sannleikann.
Svertu aldrei náungann.
Láttu Drottins boð og bann
benda þér í lífi og dauða.
Grættu aldrei gamlan mann.
Gakk þú ei á hlut hins snauða.
Ljóð höfundar – Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum í Eyjafirði
Heiti:Heilræði
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Líkna þeim sem líður neyð
Heiti:Ljóðabréf
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Sæl vertu ætíð Gerða góð
Heiti:Til Tindsins
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Um Súlutindinn tignarháa
Flokkur:Nßtt˙ruljˇ­
Heiti:Ævileiðin
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er menn leggja lífs á æginn
Lausavísur höfundar – Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum í Eyjafirði
Fyrsta lína:Ellin beygja bak mitt fer,
Flokkar:EllivÝsur
Fyrsta lína:Fáfnislanda foldin rjóða,
Flokkar:Heillaˇskir
Fyrsta lína:Hér þó séu ei háreist hlið
Sýna 12 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu