?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Í roki á Drangeyjarfjöru 1925

Fyrsta ljóðlína:Enn er reginrok, á ný
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda.
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1925
Tímasetning:1925
Leturstærð
Í roki á Drangeyjarfjöru 1925

1 Enn er reginrok, á ný
Rán er slegin þjósti.
Kúra fley og knapar því
köldu und Eyjarbrjósti.

2 Hroðaligu heyrast sköll
í hreysin striga óþéttu
er regindigur Ránartröll
rota sig á klettum.

3 Veðrin göld þó veki slag
værð fá höldar slyngu.
Vængjaður fjöldinn vöggulag
við á kvöldin syngur.
Ljóð höfundar – Sigurjón Jónasson bóndi Skefilsstöðum, Skag.
Lausavísur höfundar – Sigurjón Jónasson bóndi Skefilsstöðum, Skag.
Fyrsta lína:Drekkur sólar dýrðleg rún
Sýna 16 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu