Strengleit er ólík leitaraðferð Google og annarra helstu leitarvéla.
Kannað er hvort strengurinn er hluti af einhverjum kveðskap eða höfundarlýsingu í safninu. Leitarstrengurinn nýta skilar því textum sem innihalda orðin nýta, nýtar, ónýta og snýta. Hins vegar finnast ekki textar sem innihalda beyginarmyndir á borð við nýtum eða nýtti. Séu slegin inn tvö orð er litið á þau og bilið á mili þeirra sem eina einingu. Fljúga hvítu finnur því aðeins texta þar sem þessi tvö orð standa saman. Algildistáknin * og ? eru ekki notuð. Rökvirkjarnir AND, OR og NOT, eru ekki notaðir. Séríslenskir stafir eru ekki jafngildir örðum rittáknum. Leit að orðinu gata finnur því ekki orðið gáta og öfugt. Hástafir og lágstafir skipta ekki máli. Leit að orðinu orð skilar líka ritmyndunum Orð og ORÐ.
Allt (3180)
Óflokkað (1951)
Afmæliskvæði (13)
Ástarljóð (30)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (7)
Bæjavísur (2)
Bænir og vers (15)
Dróttkvæði (7)
Eddukvæði (56)
Eftirmæli (24)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (12)
Fræðsluljóð (3)
Færeysk ljóð (9)
Gamankvæði (25)
Grýlukvæði (5)
Harmljóð (1)
Hátíðaljóð (6)
Háðkvæði (3)
Heilræði (8)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (45)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jólaljóð (5)
Jóðmæli (3)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (5)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (13)
Náttúruljóð (46)
Norsk ljóð (21)
Rímur (181)
Sagnadansar (18)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (365)
Skólaljóð (úr bókinni) (126)
Söguljóð (10)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Tíðavísur (14)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (4)
Vikivakar (4)
Vögguljóð (3)
Ættjarðarkvæði (52)
Ævikvæði (6)
Þjóðkvæði (1)
Þululjóð (2)
Þýdd ljóð (96)
Þýtt úr Esperanto (19)
Í roki á Drangeyjarfjöru 1925Fyrsta ljóðlína:Enn er reginrok, á ný
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda.
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður. Viðm.ártal:1925
Tímasetning:1925
Leturstærð
Í roki á Drangeyjarfjöru 1925 1 Enn er reginrok, á ný Rán er slegin þjósti. Kúra fley og knapar því köldu und Eyjarbrjósti. 2 Hroðaligu heyrast sköll í hreysin striga óþéttu er regindigur Ránartröll rota sig á klettum. 3 Veðrin göld þó veki slag værð fá höldar slyngu. Vængjaður fjöldinn vöggulag við á kvöldin syngur. Ljóð höfundar – Sigurjón Jónasson bóndi Skefilsstöðum, Skag.
Fyrsta ljóðlína:Tekst eg í fang að telja þá
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda.
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður. Flokkur:Formannavísur
Fyrsta ljóðlína:Enn er reginrok, á ný
Lausavísur höfundar – Sigurjón Jónasson bóndi Skefilsstöðum, Skag.
Fyrsta lína:Drekkur sólar dýrðleg rún
![]()
dögg af hól og bala.
Reyr og fjóla í brekkubrún blíðmál róleg hjala. Flokkar:Landslag og örnefni
Vísur höfundar í öðrum söfnum:
Fyrsta lína:Bragar dís, þú lið mér ljá
![]()
að laga vísur snjallar.
Horfnu lýsa ári á er æðstur prís má falla.
Fyrsta lína:Daniel með þrifið þel
![]()
Þórðarseli ræður.
Þorstein tel ég arfa. El úða og héldu þekkir vel.
Fyrsta lína:Drangaeyju hárri hjá
![]()
hitti ég kerling frýnu.
Vildi ég henni fréttir frá fá að gamni mínu.
Fyrsta lína:Frelsins dróma foldin ber.
![]()
Fáir hljómar vaka.
Fullur blóma bikar er bara af tómum klaka.
Fyrsta lína:Hér hefur orðið hreinsun lands.
![]()
Höggvin þyrn úr garði.
Ósland fór til Andskotans áður en nokkurn varði.
Fyrsta lína:Kólgur flýta að klettum sér.
![]()
Kossum býta og hjala.
Ströndin hvítan kraga ber. Kyljan þýtur svala.
Fyrsta lína:Kólnar tíðin. Þagnar þýð
![]()
þrasta blíða raustin.
Vetri kvíðir foldin fríð. Fer að líða að hausti.
Fyrsta lína:Nú er fagurt fjalls á hól.
![]()
Flíka hagar grænum kjól.
Glitrar lagar lognslétt ból. Ljómar Skagann nætursól.
Fyrsta lína:Sjórinn flýr úr fjöllunum.
![]()
Fuglinn stýrir söngleiknum.
Grundin býr sig glitofnum græna, dýra möttlinum.
Fyrsta lína:Sölnar flói, fölnar tó.
![]()
Fegurð dró til baka.
Burtu spói í fjarlægð fló. Fáar lóur kvaka.
Fyrsta lína:Víst er hann Pálmi verkastór
![]()
og visku ber af öllum.
Súðina keypti sá og Þór sökkhlaðinn af göllum.
Fyrsta lína:Vorið fól ei fegurð þar.
![]()
Frelsið ól og vonirnar.
Foldar ból og bláan mar blessuð sólin uppljómar.
Fyrsta lína:Þýtur blærinn, bólgnar sær.
![]()
Bylgjur ærast stríðar.
Frostið særir fjallblóm skær. Fölva slær á hlíðar. |