?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Borgarnes

Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Bragarháttur:[Bragarhßttur ekki skrß­ur]
Viðm.ártal:1925
Á 50 ára afmæli kauptúnsins, 22. mars 1917
Leturstærð
Borgarnes

1.
Röðli mót á rústum fornum
rís þú, ungi bær!
Eldist vé frá öldum horfnum,
æskan hjá þeim grær.
Jafnan skal vor hugur háður
helgri rækt við svörð,
þar sem Grímur Úlfsson áður
eldi vígði jörð.

2.
Víst eru búða veggir settir
vel í þessum reit,
þar sem hlér til héraðs réttir
hönd, á móti sveit.
Hollar dísir heillum tengi
héraðsbyggð og sæ,
veiti unga gæfu´ og gengi
Gríms og Egils bæ!

3.
Greiðist vegir, grænki sveitir,
grói, stækki tún!
Heilsi eygló yrktir reitir,
er hún skín frá brún!
Trúum fast á framtíð þína,
fagra héraðsbyggð!
Látum aldrei, aldrei dvína
ást við þig og tryggð.

4.
Brátt, ef ekki bilar trúin,
braut frá dal til hlés
er af vélum eimlest knúin
út í Borgarnes.
Upp um flóann alla daga
eru skip á ferð.
Allt er breytt um hörg og haga.
Höfn við Nesið gerð.

5.
Hugur Gríms hér lifi´ í landi,
lýsi sveit og bæ!
Fylgi djarfur Egils andi
öldufák um sæ!
Nýir hættir nær oss færast,
nálgast tímahvörf.
Enn þarf mörg í landi´ að lærast
list, og trú á störf.

6.
Bærinn vaxi, blómgist, dafni
Brákarpollinn við!
Björg frá sæ og byggðum safni!
Blessist grund og svið!
Komi sól og vor til valda!
Víki nornir hríms!
Signi faðir allra alda
ættleifð Skalla-Gríms!
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu