?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Bogi Bjarnason Thorarensen sýslumaður í Dalasýslu

Fyrsta ljóðlína:Farðu vel, Bogi!
Höfundur:Jón Thoroddsen
Bragarháttur:Ljóðaháttur.
TVEIR : OOOOOO. Óhrynbundin ris. Frjáls forliður.
ss/s
h
ss
ss/s
h
ss
Viðm.ártal:1850 – 1875
Tímasetning:1867
Flokkur:EftirmŠli
Fyrirsögn:
Bogi Bjarnason Thorarensen sýslumaður í Dalasýslu, dáinn 3. júlí 1867.
Leturstærð
Bogi Bjarnason Thorarensen sýslumaður í Dalasýslu

1.
Farðu vel, Bogi!
til betri heima,
svo þið feðgar finnist,
Bjarni og Bogi,
er báðir váruð
dáðmiklir drengir.

2.
Hefða‘g hörpu
og hetjustrengi
þíns um föður fengið
skylda‘g inna
orð og gjörðir
hinst er sátum saman.

3.
Munum orð öll,
einnig gjörðir,
og eið er unnum við;
það var á þúfu
í þínu landi,[1] —
hún var vökvuð vel.

4.
Vökvuð hún var
veigum dýrum,
og svo tárum tryggðar,
því að þér, Bogi!
um brjóstið hélt
hin forna Fides cana.[2]

5.
Þú sagðir þá
og sást til himins:
„þar við frændi! finnumst;
oftar né lítumst
í Ægisheimi; —“
sú varð sannspá rétt.

6.
Sæll ert þú, frændi!
að fyrri máttir
Sólheim um sjást,
volki veraldar
vera fjarri
og að guði gista.

Sæll ert þú, frændi! —
finnumst bráðum —
í gullsölum Gimla,
þar sem hreinhjarta
höldum leyfist
alvald augum sjá.
1.
Bogi sýslumaður var vanur að ríða með vinum sínum á leið að þúfu einni innst í Staðarfells landi, ef þeir fóru inn með Hvammsfirði; kvaddi hann þá þar og drakk með þeim vínflösku að skilnaði. Riði hann með vinum sínum út Fellsströnd skildi hann við þá á líkan hátt við Ytrafells-klif.
2.
Fides cana, hin grá (forna) Tryggð, er nefnd með gyðju nafni í Virgils Æneaskviðu I, 292.
 
Ljóð höfundar – Jón Thoroddsen
Heiti:Á nóttu
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Hver eru ljósin
Heiti:BarmahlÝ­
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:HlÝ­in mÝn frÝ­a / hjalla me­ur grŠna
Flokkar:Nßtt˙ruljˇ­, Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Beinakerlingarvísur
≈ 1850–1975
Fyrsta ljóðlína:Valdsmannsdæmið endað er
Flokkur:GamankvŠ­i
Fyrsta ljóðlína:Farðu vel, Bogi!
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Brúðkaupsvísur II
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Borð er reist og bestu hlaðið vistum
Heiti:Búðarvísur
≈ 1825–1850
Fyrsta ljóðlína:Búðar í loftið hún Gunna upp gekk
Heiti:Bætt við vísu
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Eg á ögn af bandi
Heiti:Draumur
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi
Fyrsta ljóðlína:Blómið nú sefur í blíðhöfga reit
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Herleiðingin í Höfn
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Í Babýlon við Eyrarsund
Heiti:Í landsýn
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Tinda fjalla / eg sé alla
Flokkur:Nßtt˙ruljˇ­
Heiti:═sland
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Ë, f÷gur er vor fˇsturj÷r­
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Krummavísur
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Krummi svaf í klettagjá
Heiti:Kveðja
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Vindur blæs og voðir fyllir breiðar
Flokkur:Ăttjar­arkvŠ­i
Heiti:Laukdropar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Bófi í sínum syndum dó
Fyrsta ljóðlína:Þá umfeðmings „sprungu upp“ grösin græn
Heiti:Ólund
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Er eg himins horfi á
Heiti:Rokkvísa
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Úr þeli þráð að spinna
Heiti:Sálmur
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Jesús grætur, heimur hlær
Heiti:Til Iðunnar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Nú ertu, Iðunn, orðin reið
Heiti:Til skýsins
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Sortnar þú, ský
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Fyrsta ljóðlína:Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker
Heiti:Úlfar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Hver er hinn litli, er flöktandi fer?
Heiti:Vorvísa
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Vorið er komið og grundirnar gróa
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Vöggukvæði
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Litfríð og ljóshærð
Flokkur:V÷gguljˇ­
Heiti:Vöggukvæði
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Fyrrum fagur svanni!
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Þjófabæn hin nýja
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Sjáðu þingkæn þríeining!
Lausavísur höfundar – Jón Thoroddsen
Fyrsta lína:Árna smíðar eru furn,
Flokkar:GangnavÝsa
Fyrsta lína:Brekkufríð er Barmahlíð,
Fyrsta lína:Eins og sagir seinar ß
Flokkar:LÝfsspeki
Fyrsta lína:Fljóðum snjöllum hlýjar hér
Fyrsta lína:Heldur bæ að fenna fer,
Flokkar:Ve­urvÝsur
Fyrsta lína:Veit eg gu­ mÚr leggur li­
Sýna 8 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu