?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Þvert um hug

Fyrsta ljóðlína:Þvert um hug sér margir mæla
Bragarháttur:FJÓRIR : AA. Frjáls forliður.
ss
h
Viðm.ártal:2025
Leturstærð
Þvert um hug

Þvert um hug sinn margir mæla,
mjög þeir fram í heiminn smæla,
hjá þeim gengur drullu dæla,
daglega og flesta spæla.
Býsna marga frá sér fæla,
en frekar lítið í því pæla.
Sér þeir ætíð sjálfir hæla,
síngirnina efla og stæla,
aðra líka til sín tæla,
til að meiga við þá gæla,
ansi víða í þá næla,
einkum þá er kurra og væla.
Úr þeim vellur andleg bræla,
út helst vilja gleði svæla.
Samviskuna beigla og bæla,
bara til að meiða og kæla.
Alltaf eru að þrugla og þvæla,
þrauka fáa daga sæla.
Áfram munu í skorpum skæla.
Skal nú enda ljóð um þræla.
Ljóð höfundar – Kristján Runólfsson
Fyrsta ljóðlína:Leikum okkur varlega á lífsins hálu braut
Heiti:Rjúpan
≈ 2025
Fyrsta ljóðlína:Oft á rjúpa upp til heiða
Fyrsta ljóðlína:Söngurinn hjá Sveiflu-Geira
Heiti:Þegar dagur lengist
≈ 2025
Fyrsta ljóðlína:Þegar dagur lengist léttist skap til muna
Fyrsta ljóðlína:Þú ert enn við sama sið
Heiti:Þvert um hug
≈ 2025
Fyrsta ljóðlína:Þvert um hug sér margir mæla
Lausavísur höfundar – Kristján Runólfsson
Fyrsta lína:Ef ég þarf að yrkja bögu,
Fyrsta lína:Eflaust gæti atlot reynt,
Fyrsta lína:Endalaust er æviþráður spunninn,
Fyrsta lína:Endalaust teyga úr orðanna lindum,
Fyrsta lína:Heimur grimmur, gefur ráðin,
Fyrsta lína:Heimur grimmur, gefur ráðin,
Fyrsta lína:Í mínum huga er allt á tjái og tundri,
Fyrsta lína:Mig langar upp til fjalla þar sem friðsæld ríkir góð,
Fyrsta lína:Orðin hafa mikinn mátt,
Fyrsta lína:Óðinn bindur vísna ver,
Fyrsta lína:Skálda-Grána gríp til kosta,
Fyrsta lína:Vísindanna vísu menn,
Fyrsta lína:Þó að allt mitt orðasáld,
Fyrsta lína:Þó lífið sé stutt hefur mannskepnan mikið að gera,
Fyrsta lína:Þó menn blaðri þetta og hitt,
Sýna 10 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu