?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Allt  (3191)
Óflokkað  (1951)
Af safnpltu  (1)
Afmliskvi  (13)
kvaskldskapur  (1)
starlj  (31)
Barttukvi  (1)
Biblulj  (2)
Brkaupslj  (7)
Bjavsur  (2)
Bnir og vers  (15)
Drttkvi  (7)
Eddukvi  (56)
Eftirmli  (27)
Ellikvi  (6)
Formannavsur  (12)
Frslulj  (3)
Freysk lj  (9)
Gamankvi  (25)
Grlukvi  (5)
Harmlj  (1)
Htalj  (6)
Hkvi  (3)
Heilri  (8)
Heimsdeilur  (7)
Helgikvi  (45)
Huggunarkvi  (2)
Hyllingarkvi  (2)
Jlalj  (5)
Jmli  (3)
Kappakvi  (5)
Leppalakvi  (1)
Lfsspeki  (5)
Ljabrf  (13)
Nttrulj  (48)
Norsk lj  (21)
Rmur  (181)
Sagnadansar  (18)
Sagnakvi  (4)
Slmar  (365)
Sgulj  (10)
Snarlj  (14)
Sringar  (1)
Tavsur  (14)
Tregalj  (6)
Vetrarkvi  (4)
Vikivakar  (4)
Vggulj  (4)
kjukvi  (2)
ttjararkvi  (52)
vikvi  (6)
jkvi  (1)
ululj  (2)
dd lj  (97)
tt r Esperanto  (19)

Alþingisrímur – fjórtánda ríma (Hafnarríma)

Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir undur stór
Bálkur:Alþingisrímur (14)
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla).
FJÓRIR:ÞRÍR : aBaB. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1900
Tímasetning:1902
Flokkur:Rmur
Talið er að Valdimar hafi lagt til efni rímnanna en fengið Guðmund skólaskáld til að yrkja þær.
Leturstærð
Alþingisrímur – fjórtánda ríma (Hafnarríma)

1.
Um þær mundir undur stór
urðu’ og vígaboði,
huldi allan himinkór
háan frelsisroði.

2.
Allt var bleki atað land,
yfir jöklum glóði
voðablika’ af vígabrand’,
víða rigndi blóði.

3.
Blásið var í hornin hátt,
herjans vafin skrúða
mynd þar birtast mundi brátt
Magnúsar hins prúða.

4.
Komu’ að vestan víkingar
vígamóði fylltir,
í báða enda og alstaðar
utan logagylltir.

5.
Hittust báðir Hannesar,
hvorutveggi feitur;
annar hnarreist höfuð bar,
hinn var undurleitur.

6.
Stikaði djarft með stoltar-svip
Snæfellingagoðinn;
margan sá þar góðan grip,
gulli skæru roðinn.

7.
Valtýr kom og kappar hans,
kesjum gyrtir bláum;
hófst hinn mikli darradans,
dundi’ í sölum háum.

8.
Danir höfðu fengið Finn
til fylgis landshöfðingja;
átti í felum „finnurinn“
Fjösvinns mál að syngja.

9.
Faldist bak við eina eik,
örum spýtti úr túla;
gera vildi vondan leik
Valtý sá og Skúla.

10.
Görpum mjög hann glapti sýn,
er geystust Valtý móti;
finngálkns ásýnd ekki frýn
ægði í Hildar róti.

11.
Meginjötnar Magnúsar
máttu ei annað þekkja
en lygi, svik og landráð þar
lýðinn til að blekkja.

12.
Illkvikindum, ormstrjónum,
eiturslöngum ljótum
þörf að eyða þegnunum
þótti’ á vopnamótum.

13.
Bitra Laugi brandinn skók,
björtu veifði spjóti,
honum þegar Hafsteinn tók
harðfenglega móti.

14.
Ball á Skúla skildi hjör,
skarplega varðist jarlinn,
Lárus ekki frægðarför
fór þar mikla, karlinn.

15.
Nær því jafnmargt lýða lið
laufa háði gjálfur;
báðum fylgdi á sóknar svið
séra Einar hálfur.

16.
Guðjón tók að gleikka spor,
grár fyrir járnum var hann,
og á Kristján assessor
Angurvaðil bar hann.

17.
Dró þá Kristján Dragvendil,
darrablöðin sungu,
herti snarpan hjörvabyl
hann í skapi þungu.

18.
Heitt var báðum, höggin stór
á hjálmum sterkum dundu;
Guðjón hét á guð og Þór
grimmur á sömu stundu.

19.
Kristján vopna þóttist þá
þurfa’ ei framar viður,
keyrði Guðjón klofbragð á,
kastaði honum niður.

20.
Warburg hétu ýmsir á,
aðrir sögðu: „Tryggvi,
athvarf þér vér eigum hjá‚
erindrekinn dyggvi‘.“

21.
Lárus æpti og Hannes hátt,
hjörvi slógu á skjöldinn;
kvað við grimmt úr hverri átt
heróp: „Bara völdin!“

22.
Valtýr stóð sem veggur fast
við þau feikn og undur;
loksins hvassi hjörinn brast
í höndum Lalla sundur.

23.
Hátt í rómu hjörinn söng,
hart var sótt og varist;
líka’ í ótal leynigöng
laumast var og barist.

24.
Utan þings við áhlaupin
ýmsir vopnum fleygðu;
hvorir aðra eins og skinn
eltu þá og teygðu.

25.
Sigur loksins Valtýr vann
við þær skjóma hviður;
undu sér við endi þann
óvinirnir miður.

26.
Reiður Hannes Hafsteinn tér:
„Hvað er nú til ráða?
Fyrir kóngi klögum vér
kumpán þann og snáða.

27.
Fái’ eg Tryggva’ og Finn með mér,
á fund skal stillis halda
og öllum þessum arga her
illar skuldir gjalda.

28.
Georg Brandes á eg að
og Eðvarð karlinn líka;
held eg þori’ að hætta’ á það
að hefja útför slíka.

29.
Það er mín trú, að maga minn
milding respekteri;
mælskan öll og málsnilldin
meina eg talsvert geri“.

30.
Héldu þeir til Hafnar þrír,
hrepptu byrinn þýða;
skreið sem örskot Unnar-dýr
yfir hafið víða.

31.
Konungs fund þeir kepptust á,
er komu af jónum ranga;
í humátt við sig hal þeir sjá
harla snúðugt ganga.

32.
Kenndu Valtý kominn þar,
körlum hnykkti viður;
fullir ótta og undrunar
ætluðu’ að hníga niður.

33.
Kapphlaup var með hörku háð;
huldir svita í framan
loksins hilmis höllu náð
höfðu allir saman.

34.
Beygingum og bukti með
boð fyrir sjóla gjörðu;
til hans blítt með bænargeð
bljúgir allir störðu.

35.
Sjóli ekki sagðist fær
við „svona“ menn að tala;
kvað þó samt við kempur þær
koma mann og hjala.

36.
„Mæðir“, kvað hann, „elli í
að eiga ræðu langa. &mdash
Vilt þú ekki, Albertí,
út til dyra ganga?“

37.
Albertí fór út á hlað,
ofan hinir tóku —
fengu honum heljarblað
höfðingjarnir klóku.

38.
Gleraugun upp setti sá,
svo er lesið hafði,
setti’ hann hljóðan, svarar fá,
saman skjalið vafði:

39.
„Þeir eru nógu þrályndir
þessir Íslendingar!
ekki vitund auðsveipir
eins og Færeyingar.“

40.
„Ykkur er nær en efla stríð
og aldinn konung mæða
frið að eiga ár og síð,
ykkar njóta gæða.“

41.
„Ég mun yðar óðalstorð
ekki móti vera, –
en fyrir sjálfra ykkar orð
ekki mikið gera“.

42.
Svo fór þessi sendiför, —
sem var engin furða:
á þráðinn sinn þeim þótti gjör
þarna lagleg snurða.

43.
Labbaði Tryggvi í Landsbankann,
lán til þess að fala;
um afreksverk sín hafði hann
harla margt að tala.

44.
Sagt er að kæmi England á
aldinn vopnarunnur,
og herra Thordal hitti þá,
sem hér er flestum kunnur.

45.
Sá var ekki blankur, — bjór
bauð hann Tryggva og fleira.
— En hvað þeim meira milli fór,
mátti enginn heyra.

46.
Atburður á Íslandi
eftir þetta skeður:
Hovgaard kom á „Heimdalli“
hroðafréttir meður. —

47.
Kvað hann doktor Valtýs von
vera’ á hverri stundu,
og Magnús prúði Magnússon
mundi lúta’ að grundu.

48.
Valtýr orðinn væri jarl; —
varð þá stjórnarmönnum
algerlega orðafall,
ískruðu og gnístu tönnum.

49.
Hrikti’ í stjórnarstólpunum,
stundu þeir af kvíða:
hundadaga hilmi um
hugsuðu þegnar víða.

50.
Vænka þótti Valtýs her
við það tækifæri;
sagði’ í greipar gengin sér
gæfan mikla væri.

51.
Lygi raunar reyndist það; —
rótt varð allt að sinni, —
meðan komið ekki’ er að
aðal-kollhríðinni!

52.
Allir mæna á Albertí,
Ás hins nýja siðar;
ætla’ að renni’ upp öldin ný,
öldin ljóss og friðar.

53.
Allir höndum taka tveim
tíð, er stríð er þrotið;
en sumum hætta þrætum þeim
þykir súrt í brotið.

54.
Kom þú svo með Fróða-frið,
fögur tímans stjarna;
skín þú broshýr vöggu við
vorra ungu barna.

55.
Sé ég þú í skýjum skín,
skærust undir daginn. —
Þá er harpan þögnuð mín,
þakkið þið, stúlkur, braginn.
Ljóð höfundar – Gumundur Gumundsson sklaskld
Fyrsta ljóðlína:Hrindi eg Austra fari á flot og fer að kveða
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Gígjan knúð skal hljóða há
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Það er eitt af þingsins verkum
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Bakkus sjóli sæll við bikar
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Þar sem sólin signir lá
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Enn skal hróður hefjast minn
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir ýmsir högg í annars garði
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir undur stór
Flokkur:Rmur
Heiti:Álfafell
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Rýkur mjöll yfir rennslétt svell
Fyrsta ljóðlína:Fagnandi heilsa þér hollvinir góðir
Heiti:Í fjalladal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Í fjalladal, í fjalladal
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Kirkjuhvoll
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hún amma mín það sagði mér: Um sólarlagsbil
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Kisa
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þegar illa á mér lá
Fyrsta ljóðlína:Komum, tínum berin blá
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Kvöld í sveit
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Reykjavík
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Reykjavík maklega má
Fyrsta ljóðlína:Ríðum heim til Hóla
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Til Hrefnu
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hrefna litla er hýr á brá
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Vormenn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vormenn Íslands! Yðar bíða
Lausavísur höfundar – Gumundur Gumundsson sklaskld
Sýna 51 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Valdimar Ásmundsson
Fyrsta ljóðlína:Hrindi eg Austra fari á flot og fer að kveða
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Gígjan knúð skal hljóða há
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Það er eitt af þingsins verkum
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Bakkus sjóli sæll við bikar
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Þar sem sólin signir lá
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Enn skal hróður hefjast minn
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir ýmsir högg í annars garði
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir undur stór
Flokkur:Rmur
Lausavísur höfundar – Valdimar Ásmundsson
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund