?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Allt  (3192)
Óflokkað  (1948)
Af safnpltu  (1)
Afmliskvi  (13)
kvaskldskapur  (1)
starlj  (31)
Barttukvi  (1)
Biblulj  (2)
Brkaupslj  (7)
Bjavsur  (2)
Bnir og vers  (15)
Drttkvi  (7)
Eddukvi  (56)
Eftirmli  (27)
Ellikvi  (6)
Formannavsur  (12)
Frslulj  (3)
Freysk lj  (9)
Gamankvi  (25)
Grlukvi  (5)
Harmlj  (1)
Htalj  (6)
Hkvi  (3)
Heilri  (8)
Heimsdeilur  (7)
Helgikvi  (45)
Huggunarkvi  (2)
Hyllingarkvi  (2)
Jlalj  (5)
Jmli  (3)
Kappakvi  (5)
Leppalakvi  (1)
Lfsspeki  (5)
Ljabrf  (13)
Nttrulj  (49)
Norsk lj  (21)
Rmur  (181)
Sagnadansar  (18)
Sagnakvi  (4)
Slmar  (367)
Sgulj  (10)
Snarlj  (14)
Sringar  (1)
Tavsur  (14)
Tregalj  (6)
Vetrarkvi  (4)
Vikivakar  (4)
Vggulj  (4)
kjukvi  (3)
ttjararkvi  (52)
vikvi  (6)
jkvi  (1)
ululj  (2)
dd lj  (97)
tt r Esperanto  (19)

Alþingisrímur – þrettánda ríma (Önnur kosningaríma)

Fyrsta ljóðlína:Þá skal tjá frá Þingeyingum,
Bálkur:Alþingisrímur (13)
Bragarháttur:Skammhent eða skammhenda (létthenda, drjúgmælt, hvinhent).
FJÓRIR:ÞRÍR : AbAb. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Bragarháttur 2:Skammhent –frumstiklað - síðhent.
FJÓRIR:ÞRÍR : AbAb. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1900
Tímasetning:1902
Flokkur:Rmur
Talið er að Valdimar hafi lagt til efni rímnanna en fengið Guðmund skólaskáld til að yrkja þær.
Leturstærð
Alþingisrímur – þrettánda ríma (Önnur kosningaríma)

1.
Þá skal tjá frá Þingeyingum,
þá var dauft og hljótt;
drúpti Bensa dáinn kringum
dauðans kalda nótt.

2.
Þá var allur „eldur dauður“
eftir voðaskell,
þegar Bensi hart á hauður
hinsta sinni féll.

3.
Yfir sig þeir ákaft jusu
ösku’ og fóru’ í sekk;
þá í augun illa gusu
æði-margur fékk.

4.
Ljótur gamli lengi hafði
legið þá í kör;
að sé rekkjuvoðum vafði
vopna aldinn bör.

5.
Sér á vinstri síðu kló ’ann,
svo í brækur fór;
hart á lærið hægra sló ’ann
hét á Krist og Þór: –

6.
„„Æðstu þekking“ ellin veitir,
á mér þetta sést;
heyri allar hraustar sveitir,
hvað mér sýnist best:“

7.
„Setjið mig í sæti Bensa,
svo er bætt vort tjón;
enn mun karlinn kunna’ að skensa
kjaftfor þingsins flón.“

8.
„Hörmung er ef hér á láði
heimskan skjöldinn ber:
eg vil Magnús minn að ráði
mektugr öllu hér.“

9.
„Bankann þarf ei, Þórshöfn dugar,
þar er Snæbjörn minn;
eg skal flytja fegins hugar
fram þau stórmælin.“

10.
„Ljótur hræðist aldinn eigi
atför Valtýings;
máske karli koma megi
kviktrjám á til þings“. –

11.
Að svo mæltu út af féll hann –
úti’ um þingreið var;
enginn vildi’ í elli hrella’ ’ann –
og þeir kusu’ hann þar.

12.
Pétur Gauti gjarnan sagðist
grípa vilja hjör;
allþungt stríðið í hann lagðist
undir svaðilför.

13.
Norðmýlingar sóttu’ að sennum,
sveigðu vopnin stinn;
rauk sem gufa af rekka ennum
Rangár-samþykktin.

14.
Einar beggja vinur vera
vildi’ í hverri þraut;
samviskan hans sýndist bera
sannfæring á braut.

15.
Jóhannes hinn furðu fríði
frækn sig heiman bjó,
þótti vera’ á þingi prýði,
þola flestan sjó.

16.
Sunnmýlingar héldu að hildi,
hríð varð ekki löng;
Axel frækni, garprinn gildi,
geira herti söng.

17.
Gutti hjá í liði lafði
landshöfðingjanum;
umboð hann og umbrot hafði
ill í maganum.

18.
Ólafur frá Arnarbæli
austr á vængjum fló;
snerist um á hnakka’ og hæli,
hvergi af megni dró.

19.
„Þarfastan“ sig „þjóninn“ kvað ’ann
þingi og landsmönnum;
heilla allra’ og heiðurs bað ’ann
Hornfirðingunum.

20.
Í hans mælsku meginflóði
margir fóru’ á kaf;
séra Jón, hinn gamli, góði,
gat ei komist af.

21.
Skaftfellingar vestri vóru
víga búnir til;
tryggðareiðinn ýmsir sóru
ýtar Lauga’ í vil.

22.
Skuggsýnt var og heljarhjúpi
hulin foldarból;
kúrði ugla’ á Keldugnúpi,
kveið þar degi og sól.

23.
Doktor Forni fúll í svörum
fór með kukl og seið;
skaut hann mörgum eiturörum,
austr á Síðu reið.

24.
Kampinn á hann byrstur bítur,
býður Lauga’ á hólm;
niður úr sorta himins hrýtur
hríðin galdra ólm.

25.
Laugi bað sér dísir duga
djöfuls kynngi mót;
fyrsta sinn með hálfum huga
hjör hann þreif og spjót.

26.
Hrakið lá í hrúgum víða
hey hjá bændunum;
uggði þá, að ótíð stríða
ættu í vændunum.

27.
Kjörþingsdaginn röðull roða
reifar engi’ og tún;
glit af skærum geislaboða
gyllti fjallabrún.

28.
Fáir kappar Forna mættu
á fundi þennan dag;
heyja sinna gildir gættu
garpar sér í hag.

29.
Doktor Forna féllust hendur
fyrir sólarbrá;
hann varð þá að steini’ og stendur,
stór við Kötlugjá.

30.
Laugi stoltur slíðrar vigur,
stál var ekki reynt;
frægan hafði’ ’ann hlotið sigur,
hélt á alþing beint.

31.
Rangæingar rómu stikla
ramma þeyttu í gríð;
sendu Þórð og Magnús mikla
að magna geira-hríð.

32.
Eggert svartur hempu hristi,
hleypti vindi’ á stað,
atkvæðanna megnið missti;
manninum gramdist það.

33.
Á skal minna Árnesinga:
Ýmsir vildu þar
gildir, framir Gautar hringa
grípa Sigtýs skar.

34.
Símon hafði beislað bæði
Bakka og Flóamenn;
lét þá sprikla’ í leyniþræði
lengi marga í senn.

35.
Pétur gapti’ og gleiðum túla
galli tómu spjó;
þóttust allir þekkja fúla
þaralykt frá sjó.

36.
Skældi’ hann sig og skók sig allan,
skratti málugur,
hristi lengi ljótan skallann;
lá svo óvígur.

37.
Hannes stóð á hávum palli
hampaði Þjóðólfi,
eins og gamalt goð á stalli,
grenjaði: „Þjóðfrelsi!“

38.
Upphaf sig og endi sagði’ ’ann
allra framkvæmda;
á hvert minnsta orð sitt lagði’ ’ann
áhersluna „ha“ – – –

39.
Móti Birni bændur stælti’ ’ann,
byrsti’ og yggldi sig:
„Eg er fastur fyrir“, mælti’ ’ann,
„flekar enginn mig“.

40.
Í brjósti allir um hann kenndu –
inn á þing hann flaut; –
en með honum samt þeir sendu
Sigurð „ráðunaut“.

41.
Um þær mundir ærnar róstur
urðu’ í Reykjavík;
fór sem vofa’ um hraun og hrjóstur
hundvís pólitík.

42.
Tryggvi karlinn kunni’ að smala,
kallar hann á fund
sjómann hvern og hóf að tala
hátt á þessa lund:

43.
„Standi þið, piltar, hérna hjá mér,
hefjum málmagný,
sjómannsbragur er nú á mér,
enginn neitar því.

44.
Árin mörg í víking var eg,
víða’ um höfin fór,
stýrði Gránu og brandinn bar eg
burða’ og tignar stór.

45.
Mig var á úr meyjaskara
mörgu sinni bent,
með eg þótti fimur fara
flein við turníment.

46.
Nú skal Valtýr hörðum halla
haus á foldar svörð,
Arntsen-Warburg fá að falla
fyrir mér á jörð.

47.
Flota vil eg fagran búa
föntum slíkum mót;
hlaða vígi, hafið brúa,
hefja siðabót.

48.
Inn í bankans hvíta höllu
heim eg yður býð;
gull og gnægð af góðu öllu
gef eg mínum lýð“. –

49.
Sjómenn Tryggva sögðust fylgja, –
sumir héldu þó,
geigvæn kynni undirylgja
á þeim rísa sjó.

50.
Sankti-Lárus sagt er héti
síðan kappinn á,
og glóðaraugna-Gísli léti
guða’ á hverjum skjá.

51.
Einar brátt og Búi fóru
um borg í leiðangur;
eiða hvorir öðrum sóru
eins og fóstbræður.

52.
Agiterað inn við Laugar
er af pilsvörgum;
risu’ úr haugum rammir draugar,
riðu húsunum.

53.
Gísli hljóp og engu eirði,
ákaft þandi hvoft.
Einar hausinn á sér keyrði
upp í háva loft.

54.
Mátti ei jafnast Jón við slíkum
jötna’ og þussa-leik,
hné þar búin Herjans flíkum
hetjan föl og bleik.

55.
Ljóðin enda, óðinn sendi’ eg
ungri hringa-Bil,
hvar sem lendir, héðan vendi’ eg
hróðugr þingsins til.
Ljóð höfundar – Gumundur Gumundsson sklaskld
Fyrsta ljóðlína:Hrindi eg Austra fari á flot og fer að kveða
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Gígjan knúð skal hljóða há
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Það er eitt af þingsins verkum
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Bakkus sjóli sæll við bikar
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Þar sem sólin signir lá
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Enn skal hróður hefjast minn
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir ýmsir högg í annars garði
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir undur stór
Flokkur:Rmur
Heiti:Álfafell
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Rýkur mjöll yfir rennslétt svell
Fyrsta ljóðlína:Fagnandi heilsa þér hollvinir góðir
Heiti:Í fjalladal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Í fjalladal, í fjalladal
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Kirkjuhvoll
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hún amma mín það sagði mér: Um sólarlagsbil
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Kisa
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þegar illa á mér lá
Fyrsta ljóðlína:Komum, tínum berin blá
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Kvöld í sveit
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Reykjavík
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Reykjavík maklega má
Fyrsta ljóðlína:Ríðum heim til Hóla
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Til Hrefnu
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hrefna litla er hýr á brá
Flokkur:Sklalj (r bkinni)
Heiti:Vormenn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vormenn Íslands! Yðar bíða
Lausavísur höfundar – Gumundur Gumundsson sklaskld
Sýna 51 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Valdimar Ásmundsson
Fyrsta ljóðlína:Hrindi eg Austra fari á flot og fer að kveða
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Gígjan knúð skal hljóða há
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Það er eitt af þingsins verkum
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Bakkus sjóli sæll við bikar
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Þar sem sólin signir lá
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Enn skal hróður hefjast minn
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir ýmsir högg í annars garði
Flokkur:Rmur
Fyrsta ljóðlína:Um þær mundir undur stór
Flokkur:Rmur
Lausavísur höfundar – Valdimar Ásmundsson
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund