?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Sláttuvísur

Fyrsta ljóðlína:Vel nýtast framræstar mýrar
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heimild:Són, tímarit um óðfræði  
5. tbl. bls. 96–97
Viðm.ártal:2000
Tímasetning:2007
Leturstærð
Sláttuvísur

Vel nýtast framræstar mýrar
grafið þurrkað land
víðar sáðsléttur
þar sem fá má mikla uppskeru
með áburði
— fyrir markað
vélvædd framleiðsla

Fáir, gæta enn gamallar siðvenju,
að bera fyrst niður
á miðju sumri
losa bæinn úr grasi
á laugardegi fyrir heyannir
Byrja slátt næst húsum, túnslátt á sprottnum teigum
töðuannir — hæg eru heimatökin

En berja líka
á snöggu valllendi
og gleðjast
við stöku laut
með blómgresi,
leita grasa
með lækjum og giljum

Og ekki vil ég
láta undan berast
að leita fanga
í mýrinni:
í seftjörnum
og djúpum hættum pyttum
með fergini

og líka vil ég hjakka
í þýfðum móum og mýrum
þótt rýr sé oftast eftirtekjan

Áður en vetur sest að
leita grasa hvarvetna
um þýfi Óðins kvánar
þótt rýr sé stundum eftirtekjan
Ljóð höfundar – Einar Jónsson úr Skógum
Heiti:Bernska
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Hljótt kvöld
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Heima
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Nú hafa frægustu spekingar mannkyns
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Hlaðsýn
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Náttgræn dögg
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Hvítsmári
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Systur mínar
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Í myrkrinu
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Kemur langt og mjótt
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Í snjó
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Ef dauðinn er hvítur snjór
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Laufatungur
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Í laufatungum leynist selið
Fyrsta ljóðlína:Eins og kínverskt stórfljót
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Sláttuvísur
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Vel nýtast framræstar mýrar
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Fyrsta ljóðlína:Steingrátt hafið í landvarinu
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Varnaræður
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Hjá Þyrli djúpur fjörður
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Fyrsta ljóðlína:Víst ert þú mér kær
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Lausavísur höfundar – Einar Jónsson úr Skógum
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund