?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

21. júní 2000 og alltaf

Fyrsta ljóðlína:Ég var staddur í miðnæturbliki
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heimild:Són, tímarit um óðfræði  
8. árg. bls. 39
Viðm.ártal:2000
Tímasetning:2010
Leturstærð
21. júní 2000 og alltaf

Ég var staddur í miðnæturbliki
milli Gróttu og golfskálans
þegar sólin ákvað að
sökkva frá mér

Þá kallaði ég örvæntingarfullur:
„Farðu ekki góða sól“
– gerði mér svo lítið fyrir og
söng hana aftur upp á himininn

Til hún héldist örugglega þar uppi
stal ég fiskitrönum og sperrti undir
– svokallaðar sólstöður

Klæddi svo trönurnar með nautshúðum
og býð þér með í svett
meðan ekki hvessir
Ljóð höfundar – Eyþór Árnason
Fyrsta ljóðlína:Ég var staddur í miðnæturbliki
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Í geisladrifinu
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Í geisladrifinu er diskur
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Lopasokkar
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Mamma prjónar sokka
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Unuhús
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Ég geng oft framhjá Unuhúsi
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Lausavísur höfundar – Eyþór Árnason
Sýna 3 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu