?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Laufatungur

Fyrsta ljóðlína:Í laufatungum leynist selið
Bragarháttur:FJÓRIR : AAAA. Forliður.
ss
h
ss
h
Heimild:Són, tímarit um óðfræði  
10. árg. bls. 114
Viðm.ártal:2000
Tímasetning:2012
Ath. aðeins þriðja vísan er nákvæmlega eftir hættinum sem skráður er við kvæðið.  Í fyrri vísunum tveimur er endarím með lítið eitt öðrum hætti, þó jafnan hálfrím.

Í Skógaheiði, austast í Eyjafjallasveit, heita Laufatungur um miðja heiðina. Þar, alllangan veg neðan frá heiðarbrúnum í réttu norðri frá bæ í Eystri-Skógum, var sel­staða frá Ytri Skógum. Árni Magnússon getur hennar við ritun jarðabókar sinnar árið 1709 og hennar er enn getið í sóknarlýsingu frá árinu 1840 sem Jónas Hall­grímsson ætlaði ásamt öðrum slíkum til Íslandslýsingar fyrir Bókmenntafélagið. Meira ...
Leturstærð
Laufatungur

Í Laufatungum leynist selið,
á lágum hóli það er falið;
við á sem rennur æ hin sama
fyrr önn og líf var kyrrlát sumur.

Hér æsku sína áttu smalar
er ásauð sátu vítt um Hnauka;
þar golan ein við grasið talar
og gamlar slóðir ærnar rekja.

Nú enginn hemur ásauð framar
en allt hið gamla líkt og draumur
og aldrei hóar ungur gumi
að öllu rofinn tímans straumur.
Ljóð höfundar – Einar Jónsson úr Skógum
Heiti:Bernska
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Hljótt kvöld
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Heima
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Nú hafa frægustu spekingar mannkyns
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Hlaðsýn
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Náttgræn dögg
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Hvítsmári
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Systur mínar
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Í myrkrinu
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Kemur langt og mjótt
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Í snjó
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Ef dauðinn er hvítur snjór
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Laufatungur
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Í laufatungum leynist selið
Fyrsta ljóðlína:Eins og kínverskt stórfljót
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Sláttuvísur
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Vel nýtast framræstar mýrar
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Fyrsta ljóðlína:Steingrátt hafið í landvarinu
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Heiti:Varnaræður
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Hjá Þyrli djúpur fjörður
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Fyrsta ljóðlína:Víst ert þú mér kær
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Lausavísur höfundar – Einar Jónsson úr Skógum
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund