?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Krummavísur

Fyrsta ljóðlína:Krummi svaf í klettagjá
Höfundur:Jón Thoroddsen
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aaBccB. Forliðabann.
s
h
ss
ss
h
ss
Viðm.ártal:1850 – 1875
Tímasetning:1861
Hljˇ­:SŠkja hljˇ­skrß (midi skrß)
Kvæðið birtist fyrst í Þjóðólfi 1861 og er þar vísað til þess að það sé kveðið undir sama bragarhætti og Snemma lóan litla í [eftir Jónas Hallgrímsson] enda má segja að kvæðin kallist á að nokkru leyti.
Leturstærð
Krummavísur

1.
Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetrarnóttu á,
verður margt að meini.
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
undan stórum steini.

2.
„Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor
svengd er metti mína;
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
seppi úr sorpi að tína.“

3.
„Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holtabörð
fleygir fuglar geta;
en þó leiti út um mó,
auða hvergi lítur tó;
hvað á hrafn að eta?“

4.
Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
flaug úr fjallagjótum,
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
veifar vængjum skjótum.

5.
Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
fyrrum frár á velli.
„Krunk, krunk! nafnar, komið hér!
krunk, krunk! því oss búin er
krás á köldu svelli.“
Ljóð höfundar – Jón Thoroddsen
Heiti:Á nóttu
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Hver eru ljósin
Heiti:BarmahlÝ­
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:HlÝ­in mÝn frÝ­a / hjalla me­ur grŠna
Flokkar:Nßtt˙ruljˇ­, Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Beinakerlingarvísur
≈ 1850–1975
Fyrsta ljóðlína:Valdsmannsdæmið endað er
Flokkur:GamankvŠ­i
Fyrsta ljóðlína:Farðu vel, Bogi!
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Brúðkaupsvísur II
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Borð er reist og bestu hlaðið vistum
Heiti:Búðarvísur
≈ 1825–1850
Fyrsta ljóðlína:Búðar í loftið hún Gunna upp gekk
Heiti:Bætt við vísu
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Eg á ögn af bandi
Heiti:Draumur
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi
Fyrsta ljóðlína:Blómið nú sefur í blíðhöfga reit
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Herleiðingin í Höfn
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Í Babýlon við Eyrarsund
Heiti:Í landsýn
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Tinda fjalla / eg sé alla
Flokkur:Nßtt˙ruljˇ­
Heiti:═sland
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Ë, f÷gur er vor fˇsturj÷r­
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Krummavísur
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Krummi svaf í klettagjá
Heiti:Kveðja
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Vindur blæs og voðir fyllir breiðar
Flokkur:Ăttjar­arkvŠ­i
Heiti:Laukdropar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Bófi í sínum syndum dó
Fyrsta ljóðlína:Þá umfeðmings „sprungu upp“ grösin græn
Heiti:Ólund
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Er eg himins horfi á
Heiti:Rokkvísa
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Úr þeli þráð að spinna
Heiti:Sálmur
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Jesús grætur, heimur hlær
Heiti:Til Iðunnar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Nú ertu, Iðunn, orðin reið
Heiti:Til skýsins
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Sortnar þú, ský
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Fyrsta ljóðlína:Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker
Heiti:Úlfar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Hver er hinn litli, er flöktandi fer?
Heiti:Vorvísa
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Vorið er komið og grundirnar gróa
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Vöggukvæði
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Litfríð og ljóshærð
Flokkur:V÷gguljˇ­
Heiti:Vöggukvæði
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Fyrrum fagur svanni!
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Þjófabæn hin nýja
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Sjáðu þingkæn þríeining!
Lausavísur höfundar – Jón Thoroddsen
Fyrsta lína:Árna smíðar eru furn,
Flokkar:GangnavÝsa
Fyrsta lína:Brekkufríð er Barmahlíð,
Fyrsta lína:Eins og sagir seinar ß
Flokkar:LÝfsspeki
Fyrsta lína:Fljóðum snjöllum hlýjar hér
Fyrsta lína:Heldur bæ að fenna fer,
Flokkar:Ve­urvÝsur
Fyrsta lína:Veit eg gu­ mÚr leggur li­
Sýna 8 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu