?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Futuriskar kveldstemningar

Fyrsta ljóðlína:Dauf eru kv÷ld vi­ dapra elda
Bragarháttur:Hrynhent.
ÁTTA : oooooooo. Bragstöðuhrynjandi (dróttkvætt o.fl).
ss
Rím 
h
Rím 
ss
Rím 
h
Rím 
ss
Rím 
h
Rím 
ss
Rím 
h
Rím 
Viðm.ártal:1925
Leturstærð
Futuriskar kveldstemningar

1. Dauf eru kvöld við dapra elda,
döpur jól er felur sólu:
hamrafeldur, hugarskvaldur
hefja él á norðurhveli;
þrútin starir þunguð meri
þrautaseig á austurteigum;
norðurljós um lög og ása
læðast inn í húsakynni.

2.
Nú er yndi úti' að standa;
allt er gull á freðnri bullu;
drúpa ský með dyngjukrapi
draugaleg í lífsins spaugi;
komirðu, sála! suður á Mela,
sérðu kel í fullum dela.
Nú er sumars sæluframi,
sólarglóð í andans hlóðum.

3.
Hver fer hér á hyrjarfari?
Hver er að gara í fjöruþara?
Er það maður? Eða gleði?
Er það hjól frá Ægisstóli?
Er það logi ljósra daga?
Lifandi kvörn sem hræðir börnin?
Nei; það er rottu þrautaskratti,
þjóðardramb í mjólkurlambi.

4.
Gling-gling-gló! og gott á páinn
guðumstór á suðurflóri;
í tangódansi' hann tekur að syngja,
tekur að skella. Hver er að smella?
Sumargleði. Syndin laðar.
Sullur ögrar hverri bullu.
Barbarí og barnapía,
bróðir kær! í voðaskæru.

5.
Þegnskylda og þankaskvaldur!
Þrekkur verður yðar bekkur,
hnallar tólf og hundrað rellur,
hnettir sex og átján kettir,
fossaraf á freðnu hlassi,
flórar sex á opnum ljóra,
ástargal og ostaklessur,
íþróttir og dauðasóttir.

6.
Láttu geisa ljóð úr bási,
ljúfa barn! í mannlífsskarni.
Spæjari! Varstu sprok að segja?
Sprungu lýs á rauðri tungu?
Glyserín og guðleg læna.
Gling-gling-gló! og hver á hróið?
Nybbari sæll og Nói skrubbur!
Nonsens, kaos, bhratar! monsieur!

Ljóð höfundar – Þórbergur Þórðarson
Heiti:Allrar veraldar vegur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Mér ógna opnar grafir
Heiti:Esjan og kvinnurnar
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Esjan er engilfögur
Heiti:Fjˇrtßn ßra
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Lj˙fasta fegur­ fljˇ­a
Flokkur:┴starljˇ­
Fyrsta ljóðlína:Dauf eru kv÷ld vi­ dapra elda
Heiti:Sigurðarkviða
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Nú skal kveða háan hróður
Flokkur:GamankvŠ­i
Lausavísur höfundar – Þórbergur Þórðarson
Sýna 1 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu