?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Jón biskup Arason

Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR:EINN:TVEIR : aBBaaB. Forliður. Forliðabann.
ss
h
ss
h
ss
Viðm.ártal:1925
Tímasetning:1917
Yfirskrift: „Á 400 ára afmæli siðaskiptanna haustið 1917“.  Í skýringu við þriðju vísu er þess getið ýmis af kvæðum Jóns Arasonar hafi verið með þessum hætti.
Leturstærð
Jón biskup Arason

1.
Heiðrist ennþá Hóla-karl
hraustur, vitur, sterkur
og merkur;
einnig fremur öðrum snjall,
er hann fór með vísna-spjall,
og kjarna-klerkur.

2.
Ant var honum, Ísa-láð,
um þín bestu gæði
og fræði;
varði þau með dug og dáð.
Djörf og stór voru’ öll hans ráð
og kröftug kvæði.

3.
Margan orti biskup brag,
búinn fríðum gerðum
og sverðum,
– þá var sungið þetta lag,
þegar hann var um glaðan dag
með flokk í ferðum .

4.
Hvorki hann fór með víl né vol,
– við þó margur stundi
og mundi
höggin sjö og handaskol,
er höfuðið leysti öx frá bol
og dreyrinn dundi.

5.
Eyra’ hans náðu indæl ljóð
engla sungin rómi
og hljómi;
leiddu huga hans, er stóð
höggstokk við, svo mild og góð,
frá dauða’ og dómi.

6.
Helgir skarar himnum frá
horfðu: – Hann krýpur niður
og biður
til guðs með höfuð höggstokk á.
Þeir hófu fagra sönginn þá:
„Á fold sé friður.„

7.
Að loknu stríði hann laut þér nú,
líknarherrann blíði
og þýði.
Brennheit var hún, bænin sú,
er bað hann fyrir kirkju’ og trú
og láði’ og lýði.

8.
Himins sali huga við
hann sá opna skína,
er sýna
honum inn á heilagt svið;
hann fékk drottins náðar frið
í sálu sína.

9.
Með hersveit engla hélt hann þá
himins sæluranna
að kanna.
Móður drottins, Máríá,
milda og hreina fékk að sjá,
þá sólu sanna.

10.
Hjá helgum mönnum hlaut hann stól.
Hún kvaðst vísað geta
til seta.
Þessi himinsólna sól
syninum líknarmilda fól
hans mál að meta.

11.
„Ling-kling!„ ómar Líkaböng.
Liðið Hóla-bóla
og skóla
kvatt er upp af klukkusöng.
Kliðurinn sá sér ruddi göng
um holt og hóla.

12.
Dauðahringing dag og nátt
dunar, þótt við strenginn
sé enginn;
hringd við þjóðar hjartaslátt,
er heyrði vera felldan lágt
sinn dýrsta drenginn.

13.
Stöðugt biskups nafn er nefnt
í niði’ af málsins hljómi
og ómi.
Kliðurinn verður: Hans skal hefnt,
hilmis Dana böðlum stefnt
að drottins dómi.

14.
Öldin laut að öðrum klið,
ómi’ af nýrri hringing,
sem ynging
færði trú og fornum sið,
en fólkinu það, sem hér tók við,
varð þrauta þynging.

15.
Hrakar frelsi, hnignar lýð.
Helgir týndust dómar
og ómar.
En hann sem fyrir þá háði stríð
á höggstokk, sagan alla tíð
með réttu rómar.
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu