?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Gunnar og Brynja

Fyrsta ljóðlína:Dóttur átti sér bóndi blíða
Bragarháttur:Breiðhent – Breiðstafhent.
FJÓRIR : AABB. Frjáls forliður.
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:2000
Tímasetning:2000
Kvæðið er lauslega þýtt úr Svisa antologio sem út kom í Búdapest 1939. Ljóðið er þjóðkvæði úr þýskumælandi  hluta Sviss. Herbert Hammer sneri kvæðinu á Esperanto.
Leturstærð
Gunnar og Brynja

1.
Dóttur átti sér bóndi blíða,
Brynja var hennar nafnið fríða.
Tvær geislafléttur glóðu um enni
svo Gunnar strax fékk ást á henni.

2.
Við föður hennar fljótt hann sagði:
„Ég fá vil Brynju á augabragði.“
„Víst Brynja er ennþá ungur svanni
sem ekki strax skal gefast manni.“

3.
Þá út snýr Gunnar undra skjótur,
og inn til borgar skundar fljótur,
svo þar um stræti hann sér hraðar,
hjá húsi kapteins nemur staðar.

4.
„Á vígaslóð ég hyggst að herja
og heiður föðurlandsins verja.“
Þá kapteinn mála Gunnars greiðir
og glaður fljótt af höndum reiðir.

5.
Svo heim til bæjar Gunnar gengur
og greitt við Brynju mælir drengur:
„Mín elsku hjartans ástin fríða,
fyr ættland vort nú skal ég stríða.“

6.
Þá Brynja grætur beiskum tárum
því brjóstið níst er harmi sárum.
„Hvort megnar það ei hjartað hugga,
ég heim skal snúa úr stríðsins skugga?

7.
Og ef ég verð þar ári lengur
þér ætla að skrifa hvernig gengur.
Þú best færð séð í bréfi fínu
hvar býrð þú ein í hjarta mínu.

8.
Ef sér í pappír bláloft breyttu
þar bjartar stjörnur skriftir þreyttu
með ótal höndum allt það besta –
mín ást til þín er samt það mesta.“
Ljóð höfundar – Kristján Eiríksson
Heiti:Á vori nýju
≈ 1975–2000
Fyrsta ljóðlína:Á vori nýju, er grundin góða stóð
Flokkar:┴starljˇ­, Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Ellikvæði
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Indæl hvarf mér æskan heið
Flokkar:EllikvŠ­i, Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Gleðileikurinn guðdómlegi: Gleðileikurinn guðdómlegi - fyrsta kviða
≈ 1975–2000
Fyrsta ljóðlína:Við skeið mitt hálfnað einn ég algjörlega
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Gunnar og Brynja Ůř­andi.
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Dóttur átti sér bóndi blíða
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůjˇ­kvŠ­i, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Hof fjallsins
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Ég hér í nótt
Flokkur:Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Ljóð
≈ 2000
Fyrsta ljóðlína:Seint mun verða sópað burt skini mána
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Nóvember
≈ 1975–2025
Fyrsta ljóðlína:Gráklæddur morgunn blæs í bláar hendur
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Sígaunaljóð: Riddaraljóð um mánann, mána
≈ 2000–1925
Fyrsta ljóðlína:Kom til smiðju klædd í nardus-
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Sígaunaljóð: Presíósa og vindurinn
≈ 2000–2025
Fyrsta ljóðlína:Á götu láðs- og lagardýra
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Sígaunaljóð: Einvígi
≈ 2000–2025
Fyrsta ljóðlína:Inni í miðju opnu gljúfri
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Sígaunaljóð: Svefngönguþula
≈ 2000–2025
Fyrsta ljóðlína:Grænt, ég þrái græna litinn,
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Sígaunaljóð: Þulan um sorgina svörtu
≈ 2000–2025
Fyrsta ljóðlína:Höggva beittir hanagoggar
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Sígaunaljóð: Dauður af ást
≈ 1975–2000
Fyrsta ljóðlína:Hvað svo ljómar langt í fjarska,
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Fyrsta ljóðlína:Hinn frái vindur fer um víðirunna
Flokkur:Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Veisla á himnum
≈ 1975–2000
Fyrsta ljóðlína:Einu sinni efndi Alfaðir til fagurrar veislu í höll sinni á landi heiðblámans.
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Það syngja fuglar
≈ 2000–2025
Fyrsta ljóðlína:Í sál minni svífa fuglar
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Heiti:Þjóðvísa
≈ 1975–2000
Fyrsta ljóðlína:Aldrei skal okkar dofna
Flokkar:Ůřdd ljˇ­, Ůřtt ˙r Esperanto
Lausavísur höfundar – Kristján Eiríksson
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund