?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Til Þuríðar Sveinbjarnardóttur

Fyrsta ljóðlína:Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker
Höfundur:Jón Thoroddsen
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aabbO. Hreinn þríliðaháttur. Forliðabann.
ss
h
ss
h
ss
Viðm.ártal:1850
Tímasetning:1851
Þuríður var húsfreyja síra Eiríks Kúld í Flatey.
Leturstærð
Til Þuríðar Sveinbjarnardóttur

1.
„Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker,
horfinn er ástkæri sonurinn mér,
sá sem til unaðs mér alfaðir gaf
eilífu miskunnar gnægðinni af,
liggur í kistunni liðinn.“

2.
„Sá eg hinn fegursta blikna, sem blað
á blómstilk, sem frosta er snortinn af nað,
bað eg minn drottin að frelsa hans fjör,
en flúið er lífið af nábleikri vör
nú sem að kyssi eg kalda.“

3.
Móðir! sem þannig nú syrgir þinn son,
soninn hinn fríða og ættmanna von,
láttu ei harminn svo hjarta þitt þjá,
að hryggðar úr dimmunni megir ei sjá
huggandi himinljós tindra.

4.
Minnst þess að eldheita brjóstið sem bar
barnið hið syndlausa, einnig það var
bitrasta harmanna sverðinu sært,
sama því hlutskipti veri þér kært
sem guðsmóðir þjáð varð að þola.

5.
Í brjóstinu sonar þíns skína réð skær
skynsemis neistinn svo fagur og tær,
þú vildir hann yxi með aldri og tíð, –
er hann þá slokkinn við helfarar stríð?
Nei, hann í ljósheimi lifir.

6.
Nú er hinn ungi við uppsprettu þá,
allar sem spekinnar lindirnar frá
streyma um alheim, en eilífða tjald
frá augum hans tekið, svo litmynda spjald
heilagra hugmynda skoðar.

7.
Gott er að eiga sér ágætan nið,
atgjörvi gæddan og prúðmenna sið,
þó er hann maður, og sælli er sú
sem að það hlotnast að vera, sem þú,
móðir að ástkærum engli.

8.
Og þegar húmar um haga og fjöll,
en himnanna smáblysin kveikt eru öll
á ljósskýi engillinn líður, og sér
landið hið flata, og blíðlega tér:
„móðir, þú mátt ekki gráta!“
Ljóð höfundar – Jón Thoroddsen
Heiti:Á nóttu
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Hver eru ljósin
Heiti:BarmahlÝ­
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:HlÝ­in mÝn frÝ­a / hjalla me­ur grŠna
Flokkar:Nßtt˙ruljˇ­, Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Beinakerlingarvísur
≈ 1850–1975
Fyrsta ljóðlína:Valdsmannsdæmið endað er
Flokkur:GamankvŠ­i
Fyrsta ljóðlína:Farðu vel, Bogi!
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Brúðkaupsvísur II
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Borð er reist og bestu hlaðið vistum
Heiti:Búðarvísur
≈ 1825–1850
Fyrsta ljóðlína:Búðar í loftið hún Gunna upp gekk
Heiti:Bætt við vísu
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Eg á ögn af bandi
Heiti:Draumur
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi
Fyrsta ljóðlína:Blómið nú sefur í blíðhöfga reit
Flokkur:EftirmŠli
Heiti:Herleiðingin í Höfn
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Í Babýlon við Eyrarsund
Heiti:Í landsýn
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Tinda fjalla / eg sé alla
Flokkur:Nßtt˙ruljˇ­
Heiti:═sland
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Ë, f÷gur er vor fˇsturj÷r­
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Krummavísur
≈ 1850–1875
Fyrsta ljóðlína:Krummi svaf í klettagjá
Heiti:Kveðja
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Vindur blæs og voðir fyllir breiðar
Flokkur:Ăttjar­arkvŠ­i
Heiti:Laukdropar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Bófi í sínum syndum dó
Fyrsta ljóðlína:Þá umfeðmings „sprungu upp“ grösin græn
Heiti:Ólund
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Er eg himins horfi á
Heiti:Rokkvísa
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Úr þeli þráð að spinna
Heiti:Sálmur
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Jesús grætur, heimur hlær
Heiti:Til Iðunnar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Nú ertu, Iðunn, orðin reið
Heiti:Til skýsins
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Sortnar þú, ský
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Fyrsta ljóðlína:Hjarta mitt titrar, það harmurinn sker
Heiti:Úlfar
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Hver er hinn litli, er flöktandi fer?
Heiti:Vorvísa
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Vorið er komið og grundirnar gróa
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Vöggukvæði
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Litfríð og ljóshærð
Flokkur:V÷gguljˇ­
Heiti:Vöggukvæði
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Fyrrum fagur svanni!
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Þjófabæn hin nýja
≈ 1850
Fyrsta ljóðlína:Sjáðu þingkæn þríeining!
Lausavísur höfundar – Jón Thoroddsen
Fyrsta lína:Árna smíðar eru furn,
Flokkar:GangnavÝsa
Fyrsta lína:Brekkufríð er Barmahlíð,
Fyrsta lína:Eins og sagir seinar ß
Flokkar:LÝfsspeki
Fyrsta lína:Fljóðum snjöllum hlýjar hér
Fyrsta lína:Heldur bæ að fenna fer,
Flokkar:Ve­urvÝsur
Fyrsta lína:Veit eg gu­ mÚr leggur li­
Sýna 8 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu