?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Göngu-söngur

Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Bragarháttur:FJÓRIR : aaOaaaOa. Forliðabann.
ss
h
ss
h
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1925
Allar vísurnar eru mun dýrari en hátturinn gefur til kynna. En þar sem Þorsteinn dreifir innríminu óreglulega getur það ekki orðið hluti af hættinum.
Leturstærð
Göngu-söngur

1.
Göngum drengir! Fótur fót
flytji skjótur yfir grjót,
til þín væna, burt úr bænum,
brekkugræna sveit og fljót.
Skeytum ekki hætis hót
hita’ og svita. Það er bót:
friðar leiðir, fjall og heiði
faðminn breiða okkur mót.

2.
Syngjum drengir! Greikkum gang!
Golan svala kælir fang.
Látum villa’ og trylla tröllin
tóna són á heiða vang!
Fjalla hellusteina stang
stælir hæl á ferðalang.
Syngjum drengir! Greikkum ganginn
Gola svala, kæl þú fang!

3.
Göngum drengir! Sunginn söng
syngja eftir klungur-göng.
Grýtta stytta leið og létta
látum kátan göngusöng!
Engan drunga, drengir! – Löng
duni heiða leið af söng!
Leiðin eyðist, gangan greiðist
gleðikliðinn við af söng.

4.
Beri fána her vor hátt.
Honum lán úr hverri átt
færi blær, og fylgi’, er bylgja
flaggi vaggar kátt og dátt.
Reyni’ á sveina þróttinn þrátt,
þors og máttar tákn þú átt:
eld og kulda’ í feldi falda,
flaggĺið rautt og hvítt og blátt.
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu