?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Krossbæn. Þá Guð dregur undan hjálpina

Fyrsta ljóðlína:Miskunnar faðirinn mildi Guð
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aBaBccddB. Forliðabann. Hvarflandi liður. Reikiatkvæði.
ss
h
ss
h
ss
h
ss
h
h
Heimild:Litla vísnabókin 1757  H3v (bls. 186–191)
Viðm.ártal:1650
Fyrirsögn:

„Kross Bæn /
þá Guð dregur undan hjálpina.
Kveðin af
Sr. Eyreke Hallssyne.“
Leturstærð
Krossbæn. Þá Guð dregur undan hjálpina

1.
Miskunnar faðirinn mildi Guð!
minnist eg orða þinna.
Í minni langri líkams-nauð
léstu þau mér svo kynna:
Ákalla maður mig
þá mæðir hörmung þig.
Eg skal ástúðlega
eflaust þig bænheyra
en þú skalt mér þakkir inna.

2.
Befala Guði vel þinn veg,
vona hans náðar-hóta.
Hans dyggð útréttir hjálpsamleg
hvað sem eitt þér til bóta.
Áhyggju í allri nauð
á þinn varpa þú Guð.
Ei lætur alltíð hann
eymd haldinn volaðan:
Réttlátra raunir þrjóta.

3.
Vonið ætíð á herrann hýrt,
heiðarlegt fólkið góða!
Útausið hjörtum yðar skýrt
fyrir einka hjálpræðið þjóða.
Þú hést að heyra mig
hvað oft sem bæði eg þig.
Guðhræddir gjarnan fá
hvað girnast þeir að ná,
langlífi og lukku-gróða.

4.
Þeir sem í hörmum hraða sér
hjálpar til Guðs að leita,
þeirra til skammar aldrei er
andvarp né bænin heita.
Hann gjarnan girnist mín,
gefast skal hjálpin fín.
Hann þekkir nafn mitt nýtt,
í nauðum skal því frítt.
Hans óskir vil eg veita.

5.
Hjá skal eg vera hönum í nauð
og hönum burtu svipta.
Hans leið skal hönum heilla greið
og hvörs kyns auðnu gifta.
Hvað girnast guðhræddir
gjarnan vel framkvæmir
ljúfur lausnari minn,
lofar, ef föðurinn
biðjum, oss blessan stifta.

6.
Sýnandi dæmi sjáanda
sinnisillra dómara
og ekkju nauðstaddrar biðjanda
undan þó vildi fara;
hann mæddi hennar bæn
hvað framar Drottins væn,
eyrun og hjartað hýrt,
hjálpræði senda dýrt
þeim hann með ljúfu laða.

7.
Náðar faðir! svo er þitt orð
aumur þá réði kalla.
Drottinn heyrði með greiðri aðgjörð
græðandi nauðsyn alla.
Nálægur æ hann er
öllum sem neyðin sker,
hjálpandi hörmum frá,
huggandi alla þá
sem hugar í hrelling falla.

8.
Einatt réttlátur maður má
margt og þungbært hér líða
en Drottinn frelsar hann öllu frá
illu svo þarf ei kvíða.
Augmabliks áfalli
yfirgefinn þó sé
með mætri miskunsemd
mun hans þó vaxa fremd,
rénar Guðs reiði stríða.

9.
Aví, nauðstaddra náðar-Guð!
nákvæmi gæsku faðir!
Mig léstu rata marga ánauð,
mitt líf með hryggð skammtaðir.
Mín stund andvarpan er,
augnaljós feilar mér.
Mín ævi mér er löng.
Minn þyl eg harmasöng.
Æ hvílík þreyjan það er!

10.
Ætlar þú herra aumum mér
ævinlega að gleyma
og ávallt byrgja andlit hér?
Á þá mín sál að sveima
í dimmri dauðans sorg
dragandi þyngslin mörg?
Himneski herra minn!
Hugga þú þjóninn þinn,
virðstu hann vel að geyma.

11.
Eða er náð þín öldungis
afsögð og gæska þrotin
og fyrirheit skeð forgefis,
friðarsáttmáli brotinn?
Má reiði meira þá
en miskunnsemdin há?
Villtu ei voldugur
vera mér náðugur?
Eg er af eymdum flotinn.

12.
Aví, minn Guð! Aví! eg má
umbera þetta og líða
hvörja gjöra mun hönd þín á
holla ending og blíða?
Eg þreyi eftir þér,
ó, Drottinn, hjálpa mér!
Mín ævi er eymdasöm;
ei lát mig verða að skömm
heldur blessunar bíða.

13.
Ó, Drottinn! þú ert ávallt trúr,
ofreynast lát mig eigi
heldur tilsjá mín harma-skúr
haglega endast megi.
Almáttugur þú ert,
allt getur hönd þín gjört.
Hún missir aldrei megn;
má þér ei standast gegn
nokkur á nótt né degi.

14.
Herra Zebaoth heitir sá
að hæsta tignarnafni,
mikill í ráði og makt hans há
mest er í hvörju efni.
Ísraels einka traust
athvarf vanmáttarlaust.
Því viltu hinn voldugi
vera eins og framandi
gestur sem hjálpa hafni?

15.
Þú hagar þér sem hetja elt
hólmgöngu burt af vegi
eða kempa sem frægð hefur fellt
og framar kann hjálpa eigi.
Meðal vor þú ert þó,
þar fyrir gef oss ró.
Æ, Guð! oss ei forlát,
aumstaddra heyr þú grát,
til vor þitt hjarta hneigi.

16.
Eftir svo góðum orðum þín
og eðla fyrirheitum
sér biður að verði sála mín
í sorgarefnum heitum:
Náð og hjálp nú eg þigg,
nauðstaddur þar eg ligg,
mælandi mjúkt til liðs
fyrir miskunnar dyrum Guðs
í auðmjúkum eftirleitum.

17.
Send þú mér huggun, hjálp og bót
í hvörs kyns neyð og vanda,
sætasti Drottinn Zebaoth,
sannur Guð himins og landa!
Svo vil eg virðing þér
vanda hvað lengi eg er,
lofsoffur færa frítt
og fagnaðarkvæði þýtt
með mínum munni og anda.
Ljóð höfundar – Eiríkur Hallsson í Höfða
Fyrsta ljóðlína:Herra Jesú hátt blessaður
Flokkur:Sßlmar
Fyrsta ljóðlína:Guð Þolinmæði og miskunnar
Flokkar:Sßlmar, BŠnir og vers
Fyrsta ljóðlína:Miskunnar faðirinn mildi Guð
Flokkur:BŠnir og vers
Heiti:Rˇgsvala
≈ 1650
Fyrsta ljóðlína:HŠst himna prř­i
Heiti:Sßlar-unun Ý s÷ngvÝsu sett
≈ 1675
    Aðeins bragtekið
Fyrsta ljóðlína:Upp til fjallana eg augum lÝt
Fyrsta ljóðlína:Ó, Jesú Kriste öflugt leon
Flokkur:Sßlmar
Fyrsta ljóðlína:Jes˙ Gu­s f÷­ur gˇ­i son
Fyrsta ljóðlína:Almáttugasti eilífi guð og faðir
Flokkur:Sßlmar
Heiti:ŢmisrÝma
≈ 1650
Fyrsta ljóðlína:Vilji­ ■Úr heyra vÝf um stund
Flokkur:RÝmur
Fyrsta ljóðlína:Herra Jesú Guðs heilagt lamb
Flokkur:Sßlmar
Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir hjartakæri
Flokkur:Sßlmar
Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir hjartakæri
Flokkur:Sßlmar
Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir hjartakæri
Flokkur:Sßlmar
Lausavísur höfundar – Eiríkur Hallsson í Höfða
Sýna 5 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu