?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Þegar skáldið dó

Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aaBccB. Forliður.
ss
h
ss
ss
h
ss
Viðm.ártal:1925
Í kvæðinu standa tvíliðir stundum í þríliðar stað, m.a. í upphafslínu þess.
Leturstærð
Þegar skáldið dó

1.
Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
í ljómandi kistu og það var sagt
að sárt væri’ hann syrgður og grátinn.
En áður var margt sagt um hann ljótt.
Það allt saman gleymdist nú furðu skjótt
er heyrðist, að hann væri dáinn.

2.
Hann þektist af öllum lýði lands,
og ljóst var, að mundi orðstír hans
um langan aldur lifa.
Nú fannst mönnum eins og það frægðar skin
mundi falla að nokkru á hvern hans vin,
svo allir vildu’ um hann skrifa.

3.
Þeir lofuðu kvæðin. En líka var
allt líf hans gert dýrlegt. Sem vera bar,
menn hlífðust við sögum sönnum.
En ávíttu stranglega landsins lýð
í listanna nafni, – þessa tíð,
sem sinnti’ ekki svona mönnum.

4.
En meðan hann sleit hér í mannheim skóm
var meinið, að buddan hans jafnan var tóm.
því heldur var smár hans heiður.
Hann herjaði’ út krónu hér og þar;
að hugsa um borgun til einskis var,
og því var hann lýðum leiður.

5.
Og alltaf var lund hans til ásta gjörn.
hann átti til og frá nokkur börm
sem hann gat ekki gefið að borða.
Og oft var hann kendur við sukk og svakk;
hann sat á veitingahúsum og drakk.
Það líf hans kom oft til orða.

6.
En milli þessa hann söng og söng;
í sulti, vesöld og marg kyns þröng
fæddust hin fleygu ljoðin.
Þau komu’ eins og lind sem úr leðju smaug
eða ljóselsk blóm upp úr rotnunm haug,
og ómana elskaði þjóðin.

7.
En skoðun hans fundu menn ýmislegt að,
„það útbreiðist,“ sagði velmetið blað,
„með söngvum hans siðaspilling“.
Og auðmönnum þótti sér ekki lýst rétt.
Um eitt var þó margræddast: prestanna stétt
hún taldi hann trúarvilling.

8.
Það gekk svona áður. En gleymt var það allt.
Nú gall í blöðunum hæst: „Hann svalt!“
Það var ógnað með aldanna dómi,
og látið klingja að ljóðin hans
mundu lifa’ á tungu sérhvers manns,
því þau væru þjóðar sómi.

9.
Hann var nú með dauðanum frægðina’ að fá.
En fjármálahagurinn reyndist sá
að lítt fyrir útför hann átti.
En leið fyrir höndum, sem lá suðrí garð.
Og lyktin á ráðstefnu’ um þetta varð,
að samskotum safna mátti.

10.
Menn unnu nú fúslega’ að öllu því,
og einhver fannst gyllandi heiður í
að fást við hinum fræga dána.
Í laumi var hugsunin líka sú,
sem létti hjá mörgum: Hann kemur nú
aldrei oftar að lána.

11.
Er fénu var safnað, var líkið lagt
í ljómandi kistu. sem fyr var sagt,
og hjúpað í hreinum tröfum.
Og blómsveigar stórir bárust að
með borðaskrauti frá mörgum stað.
Og enginn sá eftir þeim gjöfum.

12.
Til kirkjunnar fólkið þyrpist þétt,
og þar inn er kistan af burgeisum sett
kjólbúnum, fínum og föttum
með drifhvíta hanska og drifhvítt lín.
Þeim dána til heiðurs í fylgdinni skín
á hópa af silkilhöttum.

13.
Menn greiða svo andans gáfum skatt.
En gatslitinn frakka og begldan hatt
í lífinu löngum bar hann.
Og ræðanna’ og kvæðanna hlýja hrós
í hjörtunum tendraði ljós við Ijós
af ástúð um allan skarann.

14.
Mörg guðhrædd kona og grátmild frú,
hans gömlu dómarar viknuðu nú
og upp tóku ilmandi klúta.
Og einkum og sérlega á þær fær,
er ást hans og trú er lýst, svo þær
í lotningu og auðmýkt lúta.

15.
Nú ómaði rödd hans í organsins hljóm,
því ofan á jörð til að heyra sinn dóm
hann hafði frá himnum flogið,
og horfði bæði og heyrði á.
Við himneskan förunaut sagði hann þá:
„.Mikil lifandi ósköp er logið!“

16.
Hann sá það nú fyrst, að hann átti auð,
þótt oft hann vantaði drykk og brauð,
og allt myndu aðrir hirða.
Hann lærði nú fyrst, er hann leit yfir allt
og las í hugina, rólega og kalt
að vega, að meta og virða.

17.
Svo hélt hann aftur í annan heim,
fór óraleiðir um víðan geim
og þroskaðist stig af stigi.
En bærist til mannheima’ af ferðum hans frétt,
þá fór það mjög dult, var ei talið rétt,
en órar, eða’ eintóm lýgi.

18.
Um ljósheima álfur hann lengi fór,
því lífsins svið eru víð og stór,
og gisti á glæstustu stjörnum.
Og lifði þar ævintýr ýmisleg
með englum sem fóru sama veg,
allt framliðnum foldar börnum.

19.
Nú sinnti hann hvorki um ár né öld
því ekkert ritar á sagnaspjöld
hinn eilífi almættiskraftur.
Og jörðin hélt áfram að sveiflast um sól.
Hann sá hana og skoðaði pól frá pól,
og leit þá til landsins síns aftur.

20.
Fyrir landsfé var keypt hvert lítið blað,
hver lappi, sem fyrr hafði hann handfjatlað,
og nú þótti dýrmætt að ná því.
Þeir snuðruðu’ í gömlum sneplum þá,
nú snjáðum, sem hann hafði krotað á
og urðu doktorar á því.

21.
Og mikið og skrautbúið líkneski’ hann leit
í landsins fegursta blómareit
og nafn hans stóð fyrir neðan.
Það reist var á aldarafmæli hans,
af alþjóð, af börnum hans föðurlands
sem sjálf höfðu aldrei séð hann.

22.
Um stund yfir láð og lög hann sá.
„Í lífinu var ég“, sagði’ hann þá,
„víst alltaf öðrum til byrði.
Nú fór ég svo víða, að frægðin hér
í föðurlaudinu mínu er
í augum mér einskis virði.“

23.
„En blessaðu, drottinn, láð og lýð
með ljósi’ yfir sæ og fjallahlíð,
hvert strá, hvert fræ í foldu,
hvert lifandi dýr, þá stuttu stund,
sem staðið er við á þessari grund,
frá manni til orms í moldu.“

24.
„Er skima ég um, ég skilja fer
hve skrykkjótt gekk lífið fyrir mér:
það eitt, sem ég sinnti, var sálin.
Menn lifðu hér mest fyrir líkamann.
Mér lét aldrei vel að sjá um hann.
Nú metumst við ekkert um málin.“
Ljóð höfundar – Þorsteinn Gíslason
Heiti:Benedikt Gröndal
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Borgarnes
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Röðli mót á rústum fornum
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Fortölur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Hvað! Sérðu ekki fánana er fara um heim
Heiti:Fyrstu vordægur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Göngu-söngur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Göngum drengir! Fótur fót
Heiti:Hornbjarg
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þótt mannanna þekking sje markað svið
Heiti:Húsbruni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
Heiti:Íslands minni
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Vort elskaða land, sem úr leginum blá
Heiti:Jón biskup Arason
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Heiðrist ennþá Hóla-karl
Fyrsta ljóðlína:Heilsteiptur, hreinn og beinn
Heiti:Lát koma vor
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Lát koma vor með klið og söng
Heiti:Leiðsla
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Gekk ég upp við Hamrahlíð
Heiti:Litli gimbill
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Litli gimbill, lambið mitt
Flokkur:Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Milljónamannsefnið
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
Heiti:Minni Íslands
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Með allra heilla ósk í hug
Heiti:Skßldastyrkurinn
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:╔g vil a­ skßldin sÚu sv÷ng
Heiti:Tryggvi Gunnarsson
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Þér vaxi, Ísland, vegur, dáð
Heiti:Útreiðar-dagur
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hestalykt við hrossarétt
Heiti:Vígslu-söngur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Þú, gyðja vors lands, - þjer, sem gafst oss það ljós
Fyrsta ljóðlína:Nú lifna blóm í bala
Heiti:Þegar skáldið dó
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Er skáldið dó, þá var lík hans lagt
Lausavísur höfundar – Þorsteinn Gíslason
Sýna 24 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu