?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Afmælisvísur

Fyrsta ljóðlína:Eg vildi’ ekki færa þér visnaða grein
Höfundur:Gísli Jónsson
Bragarháttur:FJÓRIR:ÞRÍR : aaBccB. Hreinn þríliðaháttur. Forliður.
ss
h
ss
ss
h
ss
Heimild:GÝsli Jˇnsson: Farfuglar  81–82
Viðm.ártal:1900 – 1925
Tímasetning:1919
Leturstærð
Afmælisvísur

1.
Eg vildi’ ekki færa þér visnaða grein
en viljinn þó gjörir ei kraftaverk nein
og pappír í blómskrúð ei breytir.
En vorsólin ein getur vakið þér rós
því vorsólin kveikti það ylhýra ljós
er vorroða vanga þinn skreytir.

2.
Eg ætla’ ei að kveða nein afmælisljóð
en aðeins að benda þér, vina mín góð,
á blómið sem blaðið mitt geymir –:
Á meðan að æskan oss brosir sem blóm
þá birtist oss sorgin sem reykur og hjóm
og lífið og ljósið oss dreymir.

3.
Þótt vorið nú ríki um lög og um láð
er lífið þó sums staðar skugganum háð
og gríma á einstaka glugga.
En þeim, sem á barnsglaða’ og bjartsýna lund,
þeim brosir æ lífið sem hásumarstund,
og jafnvel í skammdegisskugga.
Ljóð höfundar – Gísli Jónsson
Heiti:Afmælisvísur
≈ 1900–1925
Fyrsta ljóðlína:Eg vildi’ ekki færa þér visnaða grein
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Móðurmálið
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Er vindur hvín um vog og land
Heiti:Vordísin
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Kom gullhærða vordís á vindanna braut
Lausavísur höfundar – Gísli Jónsson
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund