?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit

Blindir menn

Fyrsta ljóðlína:Undir hússins hlið
Bragarháttur:ÞRÍR : aaabbb. Forliðabann.
ss
h
ss
h
ss
h
Bragarháttur 2:ÞRÍR : abbbaa. Forliðabann.
ss
h
ss
h
ss
h
Viðm.ártal:1950
Tímasetning:1952
Önnur vísa er frábrugðin í rímskipan.
Leturstærð
Blindir menn

1.
Undir hússins hlið
hjúfrar sólskinið,
gerir gælur við
gamla mannsins hár,
héluhvítar brár,
hann er forn og grár.

2.
Er ei um þig hljótt?
Á sér nokkurn söng
bæði beisk og ströng
blindravakan löng,
– heimsins hinsta nótt –
hjarta ellimótt.

3.
Eiga örðugt nú
ást þín von og trú?
Þjáist ekki þú
þegar sólin mín
hátt á himni skín?
Hvar er veröld þín?

4.
Sjá þín augu inn
í opinn himininn,
gamli maður minn?
Máske átt þú frið
þann sem þráum við
þreytt í dagsins klið.

5.
Flýtur lífsins far
fram um tímans mar.
Máske betur mér,
máske fegra þar
gull sem báran ber
blindur maður sér.
Ljóð höfundar – Guðmundur Böðvarsson
Fyrsta ljóðlína:Ekki var það allra að búa innst í heiði
Flokkur:AfmŠliskvŠ­i
Heiti:Blindir menn
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Undir hússins hlið
Heiti:Fylgd
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Komdu, litli ljúfur
Flokkar:Ăttjar­arkvŠ­i, Skˇlaljˇ­ (˙r bˇkinni)
Heiti:Tvídægruvísur
≈ 1900
Fyrsta ljóðlína:Norður um Tvídægru andnes og álftasund
Heiti:Undir óttunnar himni
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Undir óttunnar himni
Heiti:V÷luvÝsa
≈ 1950
Fyrsta ljóðlína:Eitt ver­ Úg a­ segja ■Úr ß­ur en Úg dey
Lausavísur höfundar – Guðmundur Böðvarsson
Sýna 21 lausavísu eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu