Strengleit er ólík leitaraðferð Google og annarra helstu leitarvéla.
Kannað er hvort strengurinn er hluti af einhverjum kveðskap eða höfundarlýsingu í safninu. Leitarstrengurinn nýta skilar því textum sem innihalda orðin nýta, nýtar, ónýta og snýta. Hins vegar finnast ekki textar sem innihalda beyginarmyndir á borð við nýtum eða nýtti. Séu slegin inn tvö orð er litið á þau og bilið á mili þeirra sem eina einingu. Fljúga hvítu finnur því aðeins texta þar sem þessi tvö orð standa saman. Algildistáknin * og ? eru ekki notuð. Rökvirkjarnir AND, OR og NOT, eru ekki notaðir. Séríslenskir stafir eru ekki jafngildir örðum rittáknum. Leit að orðinu gata finnur því ekki orðið gáta og öfugt. Hástafir og lágstafir skipta ekki máli. Leit að orðinu orð skilar líka ritmyndunum Orð og ORÐ.
Allir flokkar (5664)
Óflokkað (3894)
Afmælisvísur (11)
Auður og örbirgð (12)
Ákvæðavísur (5)
Álas (1)
Árstíðavísur (40)
Ástavísur (39)
Blönduós (2)
Blönduvísur (7)
Búsæld/basl (8)
Bæjavísur (11)
Bændavísur (8)
Bölmóðsvísur (31)
Daglegt amstur (46)
Draumvísur (5)
Drykkjuvísur (20)
Eftirmæli (41)
Ellivísur (14)
Ferðavísur (32)
Fjarstæður (2)
Formannavísur (8)
Gamanvísur (54)
Gangnavísa (9)
Gátur (2)
Háðvísur (13)
Heillaóskir (20)
Heilræðavísur (21)
Heimslystarvísur (11)
Heimsósómavísur (9)
Hestavísur (41)
Heyskapur (2)
Hindisvík (3)
Húnaflói (11)
Húnvetningur (4)
Kersknisvísur (119)
Landslag og örnefni (23)
Lífsspeki (53)
Mannlýsingar (38)
Nafnavísur (1)
Náttúruvísur (66)
Níðvísur (18)
Oft er . . . (1)
Pólitískar vísur (7)
Saknaðarvísur (37)
Samkveðlingar (1)
Samstæður (940)
Sjóferðavísur (23)
Skammavísa (4)
Skáldaþankar (95)
Spássíuvísur (1)
Strandamenn (5)
Svarvísur (2)
Tíðavísur (1)
Trúarvísur (1)
Tvíræðar vísur (6)
Veðurvísur (33)
Vísur úr kvæðum (3)
Vísur úr rímum (4)
Þingvísur (2)
Ættjarðarvísur (2)
Öfugmælavísur (3)
Það kann ég á þér að sjáLausavísa:Það kann ég á þér að sjá
þú ert ofan úr firði en ég þig fyrir æru þá engu meira virði. Höfundur:Jón Þorláksson
Heimild:Lausavísur frá 1400-1900
Útgefandi:Hörpuútgáfan
Bls.:163
Inngangsorð og skýringar:
Oflátungur Lausavísur höfundar – Jón Þorláksson
Fyrsta lína:Guð launi´ ykkur, góðu hjón! –
![]()
af gjöfinni þó eg springi
heilan sjái þið halta Jón á hinu stóra þingi.
Fyrsta lína:Hans í skrifum, lesari ljúfur!
![]()
ljóðanorn er klædd úr fornum
fúaserki, í fati nýju fegurð sýnir eiginlega.
Fyrsta lína:Horfin er mér heyrn og sjón á hægri vanga
![]()
fætur hafa gleymt að ganga
gerir það mér ævi langa.
Fyrsta lína:Margur rakki að mána gó
![]()
mest þegar skein í heiði,
en ég sá hann aldrei þó aftra sínu skeiði.
Fyrsta lína:Mikið virki er manneskjan
![]()
mætti ég yrkja um hana
með höfuð- Tyrkja -hattinn þann í helga kirkju að flana.
Fyrsta lína:Óborinn til eymdarkífs
![]()
ellegar dauður væreg
ef að bæði lykil lífs og lásinn sjálfur væreg.
Fyrsta lína:Skrykkjótt gengur oft til enn
![]()
eins og fyrr með köflum.
En grátlegt er þá góðir menn gera sig að djöflum.
Fyrsta lína:Skyldi´ ei þakka skammrifin,
![]()
af skærum kærleik framdrifin,
höfðings jómfrú hamþrifin! hempuleppur skammrifinn?
Fyrsta lína:Sorgarbáru ýfist und
![]()
elda rasta njórunn.
Freyju-tára fögur hrund. Falleg varstu Jórunn!! Flokkar:Saknaðarvísur
Fyrsta lína:Við þeim glæp sig vari fólk
![]()
sem vill að sínu búa
honum fyrir ferskri mjólk og feitu spaði að trúa.
Fyrsta lína:Þó í hausinn vanti vit
![]()
víf með heyrn og máli
sést það ei fyrir silfurlit og silkiklúta prjáli.
Vísur höfundar í öðrum söfnum:
Fyrsta lína:Alténd segja eitthvað nýtt.
![]()
ýtar lyndisglaðir
Hvað er að frétta, hvað er nýtt, hvort er ég orðinn faðir ?
Fyrsta lína:Á Bægisá ytri borinn er
![]()
býsna valinn kálfur.
Vænt um þykja mundi mér mætti ég eiga hann sjálfur.
Fyrsta lína:Á Bæsá ytri borinn er
![]()
býsna valinn kálfur.
Vænt um þykja mundi mér mætti eg eiga hann sjálfur.
Fyrsta lína:Biskup með sinn bagal úr ól,
![]()
bölvaður sníkjugestur,
býr á sínum bleika stól; Bósi er kirkjuprestur. Flokkar:Kersknisvísur
Fyrsta lína:Ef þér, herra! ætlið að prýða elli mína,
![]()
og mig finna eina í leynum,
yðar vísið burtu sveinum. Flokkar:Beinakerlingavísur
Fyrsta lína:Er þér farið sem er til von
![]()
upp eftir, Kyri-eleison!
moldviðris-kafald munuð þér fá og meira til, hallelújá! víst mun frægð yðar verða klén, viti þér hvort eg lýg – amen! Flokkar:Veðurvísur
Fyrsta lína:Ertu kominn, Eiríkur minn elskuligur!
![]()
Klóra muntu mér á maga
og mjaðmar spjöldin aftur laga. Flokkar:Beinakerlingavísur
Fyrsta lína:Faðir góður, faðir sæll,
![]()
faðir hjartanligur. –
Faðir óður, faðir þræll, faðir á allt gott tregur.
Fyrsta lína:Firðar þekktu hann föður vorn
![]()
fatinu klæddan rauða:
klausturhaldari og klerkur forn kallaður var til dauða.
Fyrsta lína:Friður og blessun fylgjast að
![]()
forsorgendum jarðar.
Þau eru burt úr þrætustað þotin Eyjafjarðar.
Fyrsta lína:Hjaltadals er heiði níð,
![]()
hlaðin með ótal lýti.
Fjandinn hefir á fyrri tíð flutt sig þaðan í víti.
Fyrsta lína:Hryssutjón ei hrellir oss,
![]()
hress er eg þó dræpist ess.
Missa gjörði margur hross, messað get eg vegna þess.
Fyrsta lína:Hver er sá við stokkinn stendur
![]()
stuttur maður, gildur þó,
með þykkvan búk og þrifnar hendur? Það mun vera nabbagó. Dinglar við hann duluskegg, dávænt þykir Helgu um segg. Nennir hann ei neitt að skrifa. Nafni verður þó að lifa. Flokkar:Gamanvísur
Fyrsta lína:Illa fór það, unginn minn,
![]()
öðrum varstu kenndur.
Finnst um síðir faðirinn frómur að þér, Gvendur. Flokkar:Gamanvísur
Fyrsta lína:Ingimundur, Ögmundur,
![]()
Ásmundur og Guðmundur,
Sigmundur og Sæmundur, Sölmundur og Vémundur. Guðríður og Gandríður, Geirríður og Þuríður, Ingiríður, Alríður, Ástríður og Sigríður. Flokkar:Nafnavísur
Fyrsta lína:Jón Þóroddsson brúðarbrjál
![]()
bjó í skjóli kvonar, –
hann tók fyrstur hjónaskál Hermanns Ólafssonar. Flokkar:Kersknisvísur
Fyrsta lína:Litlu má með ljúfum skipta –
![]()
láti þið ykkur báðar gifta
enum sama örvagrér! Hans skal sína nótt hvor njóta, niðri sé þá hin til fóta; – jöfnuður góður allur er. Flokkar:Kersknisvísur
Flokkar:Gamanvísur
Flokkar:Kersknisvísur
Fyrsta lína:Páll er orðinn mesti mann
![]()
meður sínu hyski:
situr, stendur, sefur hann, og seinast deyr í fiski. Flokkar:Kersknisvísur
Flokkar:Ástavísur
Fyrsta lína:Tunnan valt og úr henni allt
![]()
ofan í djúpa keldu.
Skulfu lönd en brustu bönd, botngjarðirnar héldu. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:Ungi Magnús ár og síð
![]()
eins og blómstur dafni,
laðist að honum lukkan fríð, lánið fylgi nafni. Flokkar:Heillaóskir
Fyrsta lína:Varla má þér, vesælt hross!
![]()
veitast heiður meiri
en að þiggja kaupmanns koss og kærleiksatlot fleiri, orðin húsfrú hans; þegar þú leggur harðan hóf háls um ektamanns kreistu fast og kyrktu þjóf! kúgun Norðurlands.
Fyrsta lína:Við svo stóran missi manns
![]()
mínir þankar vakna; –
lifandi drottinn! lát mig hans lengi ekki sakna. Flokkar:Eftirmæli
Fyrsta lína:Þið eruð bæði fjandans fox,
![]()
full með heimsku gjálfur.
Hún Tóta þín er tundurbox en tinna og járn þú sjálfur. Flokkar:Mannlýsingar
Fyrsta lína:Þú vagar eins og kálffull kýr
![]()
sem komin er sjúk að burði.
Örvaþundur orku rýr að þér fjandinn spurði.
Fyrsta lína:Þyt leit eg fóthvatan feta,
![]()
fold hark en mold sparkið þoldi,
grjót fauk, því gat vakur skotið, gekk tíðum þrekkhríð á rekka; rauk straumur, ryk nam við himin, rétt fór og nett jór á spretti; ei sefast ákafa lífið; öll dundu fjöll, stundi völlur. Flokkar:Hestavísur
Fyrsta lína:Æra veraldar, auður, makt,
![]()
öll hennar lukka, gleði og prakt,
forgengiligt og fánýtt var til farsældar, eigandann stoðar ekki par. Flokkar:Trúarvísur
Ljóð höfundar – Jón Þorláksson
Fyrsta ljóðlína:Betlara nokkurn bar um kvöld
|