?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Húnaflóa – kvæða- og vísnasafn     Nákvæmari leit

Guð launi´ ykkur, góðu hjón! –

Lausavísa:Guð launi´ ykkur, góðu hjón! –
af gjöfinni þó eg springi
heilan sjái þið halta Jón
á hinu stóra þingi.
Útgefandi:Jón Sigurðsson
Bls.:468
Inngangsorð og skýringar:
Guðbrandur Jónsson telur í þætti af Jóni Þorlákssyni að áberandi sé á vísum Jóns „hinn einkennilega kaldranalegi blær . . . Það er eins og öll viðkvæmni hafi frosið í höndum skáldsins, er hann orti sjálfur, og orðið að fyrirlitningarglotti. Ég undantek hér eftirmæli.“ Seinna segir greinarhöfundur: „að skáldið geri á ytra borðinu gys að sjálfum sér, en það bregst samt ekki, að maður heyrir, þegar skeytið þýtur fram hjá honum og nemur við hina. Þegar hann er að þakka Þorláki á Skriðu fyrir matvælasendingu, kveður hann:
Guð launi ykkur góðu hjón . . .
Þarna er keskni, en hún er vel falin. Ekki er það þó síður, þegar hann er að þakka Guðlaugu Magnúsdóttur fyrir skammrifin:
Skyldi ei þakka skammrifin . . .
og sýnist þó í fljótu bragði harla græskulaust. Þessi tilhneiging skáldsins er svo römm, að geti hann ekki beint kulda sínum og fyrirlitningu að öðrum, beinir hann henni óskoraðri að sjálfum sér.“ Heimild: Gyðingurinn gangandi og önnur útvarpserindi
Lausavísur höfundar – Jón Þorláksson
Fyrsta lína:Guð launi´ ykkur, góðu hjón! –
Fyrsta lína:Hans í skrifum, lesari ljúfur!
Fyrsta lína:Horfin er mér heyrn og sjón á hægri vanga
Fyrsta lína:Margur rakki að mána gó
Fyrsta lína:Mikið virki er manneskjan
Fyrsta lína:Óborinn til eymdarkífs
Fyrsta lína:Skrykkjótt gengur oft til enn
Fyrsta lína:Skyldi´ ei þakka skammrifin,
Fyrsta lína:Sorgarbáru ýfist und
Fyrsta lína:Spjátrunganna spilverk er
Fyrsta lína:Við þeim glæp sig vari fólk
Fyrsta lína:Það kann ég á þér að sjá
Fyrsta lína:Þó í hausinn vanti vit
Sýna 30 lausavísur eftir höfundinn í öðrum söfnum á braganetinu
Ljóð höfundar – Jón Þorláksson
Heiti:Betlarinn
≈ 1800
Fyrsta ljóðlína:Betlara nokkurn bar um kvöld