?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Axel Thorsteinsson  1895–1984
Axel Thorsteinsson var fæddur 5. mars 1895, yngsti sonur Steingríms skálds Thorsteinssonar og síðari konu hans, Birgittu Guðríðar Eiríksdóttur. Hann var búfræðingur frá Hvanneyi og var síðar í lýðháskóla á Eiðsvelli í Noregi. Axel var í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1918 til 1923 og gerðist  hann sjálfboðaliði í her Kanada undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Heimkominn aftur til Íslands fékkst hann við blaðamennsku í Reykjavík og réðst síðar fréttamaður við útvarpið þar sem hann starfaði allt til ársins 1973.  Sinnti hann þar einkum erlendum fréttum. Hann þýddi margar bækur á íslensku, meðal annars Greifann af Monte Christo eftir Alexandre Dumas. Þá gaf hann út ljóðaþýðingar föður síns í tveim bindum 1924 og 1926. Hann samdi og smásögur og leikrit og orti einnig ljóð sem út komu í bókunum: Ljóð og sögur, 1916, og Útlagaljóð, 1922. Axel andaðist  3. desember 1984.
Ljóð höfundar – Axel Thorsteinsson
Heiti:Förukonan
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hún gengur um skógana grátin og hljóð
Heiti:Hrímrósin
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Hélaðir gluggar og helþrungin ský
Heiti:Kom, söngsins guð
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Kom, söngsins guð - og syng um líf og hel
Fyrsta ljóðlína:Eg minnist þess, kongur, er kyrð var í sal
Lausavísur höfundar – Axel Thorsteinsson
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund