?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Aasmund Olavsson Vinje  1818–1870
Aasmund Olavsson Vinje var norskt skáld og blaðamaður. Hann var fæddur 6. apríl 1818 í Vinje á Þelamörk. Hann þótti þegar í æsku bráðgreindur en fátækt var mikil á heimilinu og ungur missti hann móður sína. Um tíma fékkst hann við kennslu en árið 1856 tók hann embættispróf í lögum í Kristjaníu. Hann var fyrstur til að yrkja og nota nýnorsku í skáldskap sínum ásamt Ivar Aasen og vikublaðið Dølen, sem Vinje stofnaði 1858 og ritstýrði til dauðadags, 1870, skrifaði hann á landsmáli sem síðar fékk nafnið nýnorska. Hann var alla tíð virkur í pólitískum og menningarlegum skrifum sínum, barðist fyrir róttækum þjóðlegum gildum og speglast það einnig í skáldskap hans. Árið 1861 kom út eftir hann bókin Ferdaminni fraa Sumaren 1860. Þar í er meðal annars hið fræga kvæði hans „Ved Rundarne“. (Sjá þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar: „Nú sé ég aftur –“). Vinje dó í Gran á Haðalandi 30. júlí 1870. 
Ljóð höfundar – Aasmund Olavsson Vinje
Heiti:Nú sé ég aftur –
≈ 1925–1950
Fyrsta ljóðlína:Nú sé ég aftur sömu fjöll og dali
Flokkar:Nßtt˙ruljˇ­, Tregaljˇ­
Heiti:Til móður minnar
≈ 1875
Fyrsta ljóðlína:Aldraða móðir! þú ert þreytt
Lausavísur höfundar – Aasmund Olavsson Vinje
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund