?
Í öllum 11 söfnum á íslensku      Aðeins í Braga, óðfræðivef     Nákvæmari leit
Agnes Guðfinnsdóttir  1897–1987
Agnes var fædd 5. mars 1897 að Víghólsstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Guðfinnur Jón Björnsson og kona hans, Sigurbjörg Guðbrandsdóttir. Frá tveggja ára aldri ólst hún upp á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd hjá Oddi Hákonarsyni frænda sínum og konu hans, Hólmfríði Brynjúlfsdóttur. Árið 1918 fór hún frá Kjarlaksstöðum í kaupavinnu að Hömrum í Laxárdal og síðan að Hrappsstöðum í sömu sveit. Hún fór síðan til Reykjavíkur og þaðan til Skagafjarðar 1921 og giftist þar Jóni Jóhannessyni búfræðingi. Þau hófu búskap í Glaumbæ 1922 og bjuggu þar í  fimm ár. Þá keyptu þau Ytra-Skörðugil og hófu búskap þar. Árið 1940 keyptu þau Elivoga og juku svo búið. Jón, maður Agnesar, dó árið 1957 en Anges hélt áfram búskap næstu 10 árin en þá flutti hún suður til Reykjavíkur. Agnes dó 14. maí 1987.
Ljóð höfundar – Agnes Guðfinnsdóttir
Heiti:Glaumbæjarhrafninn
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Krummi á kirkjuturninnn
Heiti:Umrenningar
≈ 1925
Fyrsta ljóðlína:Með roðskó á fótum og rifinn mal
Lausavísur höfundar – Agnes Guðfinnsdóttir
Engin lausavísur skráðar eftir þennan höfund